Eðlilegt að viðræður taki lengri tíma en venjulega Formenn stjórnarflokkanna þriggja komu saman í gær til að halda áfram viðræðum sínum um myndun ríkisstjórnar, líkt og þeir hafa gert frá því að landsmenn gengu að kjörborðinu fyrir sex vikum síðan. 6.11.2021 21:13
Forsetinn brá sér í hlutverk leiðsögumanns Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði sér lítið fyrir og brá sér í hlutverk leiðsögumanns eftir fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, við mikinn fögnuð erlendra ferðamanna. 5.11.2021 21:26
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5.11.2021 20:01
Dæmi um að greiðsluhækkanir til ellilífeyrisþega skerðist um 75 prósent Hækkun greiðslna Lífeyrissjóðs verslunarmanna til félagsmanna skerðast um allt að 75 prósent vegna lækkunar bóta Tryggingastofnunar á móti. Þá skerðist eingreiðsla lífeyrissjóðsins til félagsmanna um tugi prósenta. 5.11.2021 19:01
„Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að fá samþykki á ný“ Gerendur þurfa að sýna iðrun og auðmýkt til að hljóta samþykki á ný, segir aðjúnkt við Háskóla Íslands. 3.11.2021 19:00
„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. 3.11.2021 12:05
Almenningur tapar milljónum í hverjum mánuði vegna svikapósta Netglæpamenn ná milljónum af almennum borgurum í hverjum mánuði með svikapóstum að sögn sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu. Nú standi yfir herferðir þar sem glæpamenn nýta sér vörumerki Póstsins og DHL. 2.11.2021 18:31
Segir ekki stórmál þó að kjörkassar utankjörfundaratkvæða hafi ekki verið innsiglaðir Formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa segir að nefndin hafi kannað í hvaða kjördæmum utankjörfundaratkvæði hafi ekki verið innsigluð. Hvert utankjörfundaratkvæði sé í umslagi og því skipti öllu að umbúnaðurinn sé góður. Ótímabært sé að segja til um hvenær nefndin lýkur störfum. 2.11.2021 13:00
„Verslunin hefur færst heim“ Erlend verslun hefur dregist saman um tvö þriðju síðustu ár meðan sú innlenda hefur aukist talsvert. Innlend fataverslun á netinu þrefaldaðist á síðasta ári og sú erlenda jókst um helming. Verslunin hefur færst heim segir framkvæmdastjóri Kringlunnar. 1.11.2021 19:01
Vísbendingar um að kulnun tengist breytingaskeiði: Ný hormónameðferð geti haft jákvæð áhrif Vísbendingar nýrra rannsókna sýna að ein af hverjum tíu konum á breytingaskeiði detta út af vinnumarkaði vegna einkenna þess. Læknir segir brýnt að rannsaka vandann. Sífellt fleiri kannanir sýni gagnsemi nýrra hormónameðferða. 25.10.2021 06:00