Verk sem voru falin í geymslum á uppboð Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum. 24.10.2021 21:31
Margt í boði í borginni í tilefni af haustfríi Haustfrí hófst í grunnskólum Reykjavíkur í morgun og af því tilefni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í söfnum borgarinnar. Fullorðnir fá frítt inn í fylgd með börnum meðan haustfríið varir. Sérstakur vefur hefur verið opnaður með allri dagskrá í Reykjavík. Það sama er upp á teningnum í Menningarhúsum Kópavogs. 22.10.2021 11:19
Sérstakt og skrýtið að vera umfjöllunarefni nýrrar óperu „Það er auðvitað mjög sérstakt og skrýtið. Ég vona bara að ég standi undir því,“ segir Vigdís Finnbogadóttir forseti um nýja óperu sem samin var til heiðurs henni og verður frumflutt í Grafarvogskirkju á laugardaginn kemur. 19.10.2021 16:01
Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13.10.2021 19:01
Ellefu hafa kært talningu í Norðvesturkjördæmi Alls hafa ellefu manns kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur og fimm almennir borgarar. Fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd segir að óskað verði eftir gögnum frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag. 13.10.2021 12:00
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12.10.2021 19:00
Segist hafa misskilið að Erna vildi í flokkinn Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins segist ekki hafa ætlað að fylgja Birgi Þórarinssyni í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi oftúlkað orð hennar um það. Tilkynningu þar sem Erna var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn var breytt rétt fyrir hádegi. 12.10.2021 14:00
Sjálfstæðisflokkurinn bauð Ernu velkomna í flokkinn á laugardag Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. 12.10.2021 10:01
Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11.10.2021 20:20
Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. 11.10.2021 14:19