Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2021 19:00 Vísir/Arnar Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira