Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Óvænt brú fannst við framkvæmdir við Suðurlandsbraut fyrr í sumar. Verkefnastjóri telur brúna frá upphafi síðustu aldar en hún hafði verið týnd í rúmlega fimmtíu ár. 29.7.2025 22:01
Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Dæmi eru um að fólk í greiðsluerfiðleikum geti ekki lækkað afborganir af lánum þar sem það kemst ekki í gegnum greiðslumat. Formaður Neytendasamtakanna segir málið galið og vill breytingar. 29.7.2025 21:29
Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. 29.7.2025 11:19
„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. 28.7.2025 23:18
Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. 27.7.2025 23:29
Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25.7.2025 22:26
Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Fólk með fötlun lendir ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að það þurfi ekki að borga. Formaður aðgengishóps segir atvik sem þessi ólíðandi. 24.7.2025 21:54
Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. 24.7.2025 12:01
Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23.7.2025 19:30
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23.7.2025 13:23