Verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. 27.2.2023 09:17
Gummi Tóta og Guðbjörg eignuðust stúlku Fyrir helgi eignuðust knattspyrnumaðurinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson og kærasta hans, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir, dóttur. Þetta er fyrsta barn parsins. 27.2.2023 08:33
Mild suðlæg átt í kortunum Spáð er mildri suðlægri átt á landinu í dag, viða fimm til þrettán metrar á sekúndu. Búast má við súld eða dálítilli rigningu á köflum en þurru og björtu veðri á norðaustanverðu landinu. 27.2.2023 07:49
Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul. 27.2.2023 07:38
Skoða að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 25.2.2023 10:01
Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Barinn Loksins sem margir kannast við breytist yfir í Loksins Café & Bar. 24.2.2023 14:39
Loreen gæti snúið aftur Sænska söngkonan Loreen sem sigraði Eurovision árið 2012 gæti snúið aftur í keppnina nú ellefu árum síðar. Lag hennar, Tattoo, tekur þátt í undankeppni Svía og er talið afar sigurstranglegt. 24.2.2023 14:20
Guðný nýr forstjóri VÍS Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið ráðin forstjóri tryggingafélagsins VÍS. Hún hefur verið starfandi forstjóri síðan í janúar á þessu ári. 24.2.2023 12:29
Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24.2.2023 11:21
Benedikt ráðinn framkvæmdastjóri Benedikt Hálfdánarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland hf. Hann tekur við af Jónasi Jónassyni sem hefur gegnt starfinu síðan árið 2006. 24.2.2023 09:32