Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fölsk ekkja étur lifandi dverg­snjáldru

Vísindamenn við Háskólann í Galway á Írlandi birtu nýlega myndband af falskri ekkju (e. False Widow Spider) að éta dvergsnjáldru. Snjáldran er friðuð á Írlandi en köngulóin hefur aldrei áður sést ráðast á hana. 

Fundu mennina látna á eld­fjallinu

Yfirvöld í Filippseyjum hafa staðfest að mennirnir fjórir sem voru týndir eftir að flugvél brotlenti á Mayon-eldfjallinu séu látnir. Teymi vinnur nú að því að koma líkum mannanna niður af fjallinu. 

Kviknaði í rúm­dýnu í iðnaðar­húsi í Kópa­vogi

Eldur kviknaði í rúmdýnu í iðnaðarhúsi sem búið er að breyta í herbergi í Kópavogi rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom og því þurfti einungis að reykræsta svæðið.

Drottnari í fangelsi eftir að undir­lægjan drap kærastann

Áströlsk kona hefur verið dæmd í sex ára fangelsi eftir að undirlægja hennar réðst á kærasta hennar og myrti. Hún hafði beðið undirlægjuna um að meiða kærastann alvarlega. Hún hafði kynnst undirlægjunni sex vikum fyrir morðið á vefsíðu fyrir fólk í BDSM-samfélaginu.

Stakk kennarann sinn til bana

Nemandi í menntaskóla í bænum Saint-Jean-de-Luz stakk í dag spænskukennarann sinn til bana. Nemandinn hefur verið handtekinn.

Sagði nei við Bond eftir afar­kost frá eigin­konunni

Liam Neeson var boðið að leika breska njósnarann James Bond áður en Pierce Brosnan fékk hlutverkið. Hann hætti við að taka við því eftir að eiginkona hans, þáverandi kærasta, sagðist ekki ætla að giftast honum ef hann tæki við hlutverkinu. 

Enn lækkar í­búða­verð á höfuð­­borgar­­svæðinu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,5 prósent milli desember og janúar. Þetta er þriðja mánuðinn í röð sem íbúðaverð lækkaði. Ekki hafa verið undirritaðir færri kaupsamningar á mánuði síðan í janúar árið 2011.

Greiða Mogganum og Atla fyrir endur­birtingar á minningar­greinum

Reyni Traustasyni og útgáfufélaginu Sólartúni ehf. hefur verið gert að greiða Morgunblaðinu fimmtíu þúsund krónur fyrir endurbirtingar á minningargreinum blaðsins. Þá þurfa Reynir og Sólartún að greiða bróður manns sem Mannlíf birti minningargrein um upp úr Morgunblaðinu þrjú hundruð þúsund krónur. 

Skil­orðs­bundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 

Sjá meira