Ráðherra þáði hundruð milljóna frá eiturlyfjahring Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 22.2.2023 07:25
Tvö andlát í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins á fjórum dögum Konan sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í gærmorgun er látin. Annað dauðsfall varð í sundlaug Kópavogs á föstudag þegar kona á níræðisaldri lést. 21.2.2023 12:36
Vilja aðstoð við að endurbyggja sögufrægt hús í Vík í Mýrdal Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur óskað eftir samstarfi við ríkið til að byggja upp Halldórsbúð í Vík. Þar var starfrækt fyrsta verslun bæjarins en stefnt er að því að reka þar stofnun fræða eða þekkingarsetur. 21.2.2023 11:26
Nýir stjórnendur hjá Nox Medical Íslenska tæknifyrirtækið Nox Medical hefur ráðið til sín fjóra nýja stjórnendur. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú níutíu talsins og hefur þeim fjölgað um fjörutíu prósent á síðustu tveimur árum. 21.2.2023 10:41
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21.2.2023 10:32
Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðarbungu Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu. 21.2.2023 09:34
Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. 21.2.2023 09:16
Jónas Yngvi til Uniconta Jónas Yngvi Ásgrímsson hefur verið ráðinn til Uniconta Ísland. Jónas kemur til Uniconta frá DK hugbúnaði þar sem hann hefur starfað síðastliðin fjórtán ár. Hann kemur til með að leiða ráðgjöf, þjónustu og sölu til fagaðila og viðskiptavina félagsins. 21.2.2023 08:26
Drakk úr hundrað þúsund króna skó á miðjum tónleikum Breski söngvarinn Harry Styles drakk úr rándýrum skó á tónleikum sínum í Perth í Ástralíu í gærkvöldi. Eftir drykkjuna sagðist hann vera eins og nýr maður. 21.2.2023 07:49
Fundu flugvélarflak á eldfjalli Yfirvöld á Filippseyjum hafa sent björgunarhópa upp á óvirka eldfjallið Mayon í leit að fjórum mönnum sem taldir eru hafa brotlent á fjallinu. Í gær náðu björgunaraðilar að staðsetja flugvélarflak mannanna ofan á fjallinu. 21.2.2023 07:21