Gular viðvaranir enn og aftur á morgun Gular viðvaranir verða í gildi alls staðar á landinu á morgun nema á Suðausturlandi og suðvesturhorninu. Búist er við talsverðri rigningu á Breiðafirði í nótt og á morgun. 4.2.2023 13:24
Eldur kviknaði í rafmagnshjóli í Lönguhlíð Eldur kviknaði í hjólageymslu í Lönguhlíð fyrr í dag. Búið er að slökkva eldinn en það hafði kviknað í rafmagnshjóli sem var staðsett í geymslunni. 4.2.2023 12:15
Aldrei jafn kalt í janúar á þessari öld Janúarmánuðurinn sem var að líða er sá kaldasti á Íslandi á 21. öldinni. Þá hafa ekki verið færri sólskinsstundir í Reykjavík síðan árið 1977. Aðeins 2,5 sólskinsstundir mældust á Akureyri í janúar. 4.2.2023 11:00
Game of Thrones-par á von á barni Leikararnir Kit Harington og Rose Leslie eiga von á barni. Þau léku saman í HBO-þáttunum Game of Thrones en fyrir eiga þau tveggja ára son. 4.2.2023 10:30
Nauðganir, „þrælahald“ og falskt loforð um hjónaband Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir. 4.2.2023 10:01
Jóhanna Margrét til Play Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. 4.2.2023 09:29
Paco Rabanne er látinn Hönnuðurinn og ilmvatnsframleiðandinn Paco Rabanne er látinn, 88 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir „1 Million“ rakspírann. 3.2.2023 14:35
Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. 3.2.2023 11:00
Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Forlagsins segja upp Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007. 3.2.2023 10:23
Jóhanna og Maggý til Svars Jóhanna María Leifsdóttir og Maggý Möller hafa verið ráðnar til tæknifyrirtækisins Svars. Jóhanna kemur til með að starfa sem bókari og Maggý sem verkefnastýra. 3.2.2023 08:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent