Viðskipti innlent

Jóhanna Margrét til Play

Bjarki Sigurðsson skrifar
Jóhanna Margrét Gísladóttir.
Jóhanna Margrét Gísladóttir. Orkan

Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. 

Fyrir starfaði Jóhanna sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 áður en hún flutti til Bandaríkjanna og stundaði mastersnám í rekstrarverkfræði við Duke-háskóla. Hún hafði fyrir það lokið grunngráðu í faginu við Háskólann í Reykjavík. 

Árið 2014 tók hún við starfi framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs hjá 365, þáverandi eiganda Stöðvar 2. Hún fór með fyrirtækinu til Sýnar sem keypti fjölmiðlahluta 365 árið 2017 og starfaði sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 þar til í desember 2020. 

Hún hóf svo störf hjá Skeljungi sem verkefnastjóri í mars 2021 og starfaði sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs Orkunnar til haustins 2022.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×