Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eftir­lýstur læsti sig inni í kjallara Há­skóla Ís­lands

Lögreglan hafði í dag afskipti af einstaklingi sem var búinn að læsa sig inni í kjallara í húsnæði Háskóla Íslands. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að búið var að lýsa eftir honum og einstaklingurinn því handtekinn á staðnum. 

Fimm hjá hinu opin­bera með hærri tekjur en for­setinn

Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði.

Sam­keppnis­eftir­litið kannar hvort bankarnir leggi stein í götu Indó

Samkeppniseftirlitið kannar hvort hertar reglur viðskiptabankanna um gjaldeyrisviðskipti feli í sér samkeppnishömlur gagnvart sparisjóðnum Indó sem er nýr aðili á markaði. Samkvæmt reglunum þurfa einstaklingar sem vilja skipta gjaldeyri að vera í viðskiptum við bankanna og hafa svarað áreiðanleikakönnun.

Lögreglan rannsakar átökin við Vínbúðina

Lögregla rannsakar nú slagsmál sem brutust út á bílastæðinu við Vínbúðina á Dalvegi í gærkvöld og hyggst taka skýrslur af tveimur einstaklingum sem voru handteknir í tengslum við málið.

Hælis­leit­endur ekki fengið pláss í Konu­koti

Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými.

Óskar og Helgi Björns bera sig vel

Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi var tekjuhæsti listamaður landsins á síðasta ári með 5,5 milljónir króna að jafnaði á mánuði, samkvæmt álagningarskrá Skattsins. Þá heldur Helgi Björnsson tónlistarmaður áfram að gera það gott og var að jafnaði með fjórar milljónir króna á mánuði, miðað við greitt útsvar.

FIMAK stefnir í gjald­þrot og bærinn reynir að þvinga sam­einingu

Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. 

Sjá meira