Vandasöm andlitslömun sem greinist vikulega á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. september 2024 22:28 Hannes Petersen, læknir og prófessor við Háskóla Íslands. Stöð 2 Bell's palsy andlitslömun er nokkuð algeng á Íslandi og talið að árlegt nýgengi sé sennilega í kringum tuttugu tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa, að sögn háls-, nef- og eyrnalæknis. Það jafngildi því að í kringum einn greinist í viku hverri að meðaltali. Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13