Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Flug­slysið hoggið stórt skarð í lítinn starfs­manna­hóp

Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er harmi slegið eftir að tveir samstarfsfélagar þeirra og vinir létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. Fríða Jóhannes­dóttir spen­dýra­fræðingur og Skarp­héðinn G. Þóris­son líf­fræðingur voru við reglulegar hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað. Auk þeirra fórst Kristján Orri Magnús­son, flugmaður vélarinnar.

Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir

Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði.

Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu

Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum.

Vaktin: Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu á Reykjanesskaga

Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Opnað var fyrir aðgengi fólks að gosinu eftir hádegi. Gangan er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka.

Á­ætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass

Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg.

Svona var upp­lýsinga­fundur vegna eld­gossins við Litla-Hrút

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg.

Ekki hættu­laust á gos­stöðvunum

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ítarlega verður fjallað um eldgos sem hófst við Litla Hrút á Reykjanesi skömmu fyrir klukkan 17 í fréttum kvöldsins. Kristján Már Unnarsson fréttamaður verður í beinni frá gosstöðvunum með nýjustu upplýsingar frá vísindamönnum sem keppast nú við að afla gagna um nýja gosið.

Þyrlu­flug yfir gos­stöðvar

Vísir var í beinni út­sendingu frá þyrlu­flugi yfir nýjum gos­stöðvum á Reykja­nesi eftir að gos hófst um klukkan 16:40 við Litla-Hrút. 

Gos hafið á Reykjanesi: „Mikil hætta á að fólk verði fyrir gaseitrun“

Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári. Mikinn reyk og gas leggur nú upp af Reykjanesi og er talið að sprungan sé um 1.500 metrar að lengd. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar mun fylgjast vel með þróun mála og má sjá allt það nýjasta í vaktinni. 

Sjá meira