Innlent

Vaktin: Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu á Reykjanesskaga

Hólmfríður Gísladóttir, Eiður Þór Árnason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Fólk var fram yfir hádegi varað við því að leggja leið sína að gosstöðvunum en þær eru formlega „lokaðar“ vegna gasmengunar. Eftir hádegi var opnað fyrir almenning en minnt á að gangan er um tuttugu kílómetra löng.
Fólk var fram yfir hádegi varað við því að leggja leið sína að gosstöðvunum en þær eru formlega „lokaðar“ vegna gasmengunar. Eftir hádegi var opnað fyrir almenning en minnt á að gangan er um tuttugu kílómetra löng. Vísir/Vilhelm

Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Opnað var fyrir aðgengi fólks að gosinu eftir hádegi. Gangan er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í dag, meðal annars í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×