Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2023 00:14 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. Íbúar á Reykjanesskaga hafa verið beðnir um að loka gluggum vegna þessa en mun meira gasstreymi er frá þessu gosi samanborið við síðustu tvö gos á Reykjanesi. „Að sjálfsögðu erum við með áætlanir um slíkt og ég hugsa að íbúar á þessu svæði sem um ræðir átti sig á því. Bíðum og sjáum og hvernig þetta þróast,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. En eins og staðan er í dag þá er kannski ekki útlit fyrir að það þurfi að grípa í þær? „Nei, við skulum vona að við sleppum við það.“ Töluvert af fólki er við eldgosið þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að það skuli snúa heim. Útlit er fyrir stillt veður í kvöld og nótt sem leiðir til þess að gasið safnast upp og nær meiri styrk á gossvæðinu. „Við viljum að fólk átti sig á því að þetta er ekki gert af því okkur þykir það gaman, við viljum öll sjá eldgos, það er bara eins og það er,“ segir Hjördís og hvetur fólk aftur til þess að hlusta á jarðeðlisfræðinga og sérfræðinga Veðurstofunnar sem hafa varað mjög við veru fólks á svæðinu. Þegar aðstæður verða betri hyggjast almannavarnir upplýsa fólk strax um það og beina því um réttar leiðir að svæðinu líkt og gert var í síðustu tveimur gosum. Nokkuð var um fólk nálægt gosupptökunum fyrr í kvöldvísir/vilhelm Mikið gas flæðir úr sprungunni Greint hefur verið frá því að hraunflæðið frá þessu gosi sé margfalt meira á við þau eldgos en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði á upplýsingafundi almannavarna í kvöld að það hafi slegið vísindamenn hversu mikill gosmökkur komi frá sprungunni. Þar komi sennilega þrennt til: Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp, sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp í þetta skipti. Hann bætti við að enginn ætti að vera núna á svæðinu án búnaðar sem verji fólk gegn gasinu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni.Vísir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, tók undir þetta á áðurnefndum upplýsingafundi og sagði mjög mikla gasmengun koma frá gosinu. Hæg breytileg átt sé á svæðinu og gasið að mestu leyti rekið til norðvesturs í dag en það lægi með kvöldinu sem þýði að það verði uppbygging á gasi á svæðinu með mjög mikið magn eldfjallagass á vissum stöðum. Þegar hafi verið mæld mjög há gildi sem bendi til þess að það sé óhollt loft á svæðinu, jafnvel talsvert frá reykmekkinum sem margir telji mögulega óhætt að vera. Svo sé þó ekki. Hún bætti við að veðrið á morgun væri svipað fram á annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Verða því mikið betri aðstæður fyrir fólk hvað gasið varðar. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Íbúar á Reykjanesskaga hafa verið beðnir um að loka gluggum vegna þessa en mun meira gasstreymi er frá þessu gosi samanborið við síðustu tvö gos á Reykjanesi. „Að sjálfsögðu erum við með áætlanir um slíkt og ég hugsa að íbúar á þessu svæði sem um ræðir átti sig á því. Bíðum og sjáum og hvernig þetta þróast,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. En eins og staðan er í dag þá er kannski ekki útlit fyrir að það þurfi að grípa í þær? „Nei, við skulum vona að við sleppum við það.“ Töluvert af fólki er við eldgosið þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að það skuli snúa heim. Útlit er fyrir stillt veður í kvöld og nótt sem leiðir til þess að gasið safnast upp og nær meiri styrk á gossvæðinu. „Við viljum að fólk átti sig á því að þetta er ekki gert af því okkur þykir það gaman, við viljum öll sjá eldgos, það er bara eins og það er,“ segir Hjördís og hvetur fólk aftur til þess að hlusta á jarðeðlisfræðinga og sérfræðinga Veðurstofunnar sem hafa varað mjög við veru fólks á svæðinu. Þegar aðstæður verða betri hyggjast almannavarnir upplýsa fólk strax um það og beina því um réttar leiðir að svæðinu líkt og gert var í síðustu tveimur gosum. Nokkuð var um fólk nálægt gosupptökunum fyrr í kvöldvísir/vilhelm Mikið gas flæðir úr sprungunni Greint hefur verið frá því að hraunflæðið frá þessu gosi sé margfalt meira á við þau eldgos en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði á upplýsingafundi almannavarna í kvöld að það hafi slegið vísindamenn hversu mikill gosmökkur komi frá sprungunni. Þar komi sennilega þrennt til: Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp, sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp í þetta skipti. Hann bætti við að enginn ætti að vera núna á svæðinu án búnaðar sem verji fólk gegn gasinu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni.Vísir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, tók undir þetta á áðurnefndum upplýsingafundi og sagði mjög mikla gasmengun koma frá gosinu. Hæg breytileg átt sé á svæðinu og gasið að mestu leyti rekið til norðvesturs í dag en það lægi með kvöldinu sem þýði að það verði uppbygging á gasi á svæðinu með mjög mikið magn eldfjallagass á vissum stöðum. Þegar hafi verið mæld mjög há gildi sem bendi til þess að það sé óhollt loft á svæðinu, jafnvel talsvert frá reykmekkinum sem margir telji mögulega óhætt að vera. Svo sé þó ekki. Hún bætti við að veðrið á morgun væri svipað fram á annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Verða því mikið betri aðstæður fyrir fólk hvað gasið varðar.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17