Væri slæmt að enda með 35 þúsund íbúðir sem uppfylli ekki skilyrði um dagsbirtu Arkitektar fagna því að yfirvöld stefni á uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Ekki megi þó gefa afslátt af gæðum húsnæðis. Nauðsynlegt sé að því verði stýrt hvernig uppbygging fari fram og verktakar eigi ekki að sjá um það einir. 7.5.2023 15:46
Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7.5.2023 14:58
Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. 7.5.2023 12:20
Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum. 7.5.2023 10:51
Sólin sest á Granda Sólum Jógastúdíói á Fiskislóð í Reykjavík hefur verið lokað eftir um átta ára starfsemi. Stöðin var lengst af í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara sem stofnaði Sólir eftir að hún hætti störfum sem verðbréfamiðlari og sneri sér alfarið að jóganu. 10.4.2023 21:51
Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. 10.4.2023 17:57
Þráir fátt heitar en að finna huldumanninn um borð í vélinni frá Kanarí Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans. 1.4.2023 23:29
„Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“ Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð. 1.4.2023 22:07
Sesselja Ósk vann Söngkeppni framhaldsskólanna Sesselja Ósk Stefánsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2023 í kvöld fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Keppnin fór fram í Hinu húsinu í Elliðaárdal og tóku fulltrúar alls 24 framhaldsskóla þátt í keppninni sem haldin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Sesselja Ósk söng lagið Turn Me On með bandarísku tónlistarkonunni Norah Jones. 1.4.2023 21:29
Tveir með sexfaldan fyrsta vinning í Lottó Tveir heppnir miðaeigendur skiptu sexföldum Lottópotti á milli sín í útdrætti kvöldsins og fær hvor þeirra rúmar 54 milljónir króna í sinn hlut. 1.4.2023 20:28