Innlent

Bein út­sending: Fram­boðs­listum skilað í Hörpu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Inga Sæland var í skýjunum með gengi Flokks fólksins og segir allt hafa gengið eins og í sögu undanfarna daga og vikur við söfnun undirskrifta.
Inga Sæland var í skýjunum með gengi Flokks fólksins og segir allt hafa gengið eins og í sögu undanfarna daga og vikur við söfnun undirskrifta.

Frestur stjórnmálaflokkanna til að skila framboðslistum sínum til alþingiskosninganna 30. nóvember rennur út klukkan tólf á hádegi. Skila má listum rafrænt eða í Hörpu. Vísir verður í beinni útsendingu úr Hörpu þar sem kemur í ljós hvaða flokkar ná að skila listum.

Í gær bárust þær fréttir frá Landskjörstjórn að búið væri að skila inn 26 listum víðsvegar að af landinu ásamt tilskildum fjölda meðmæla. Tólf flokkar höfðu lýst yfir framboði sem þýðir sjötíu og tveimur listum hefði átt að skila inn til Landskjörstjórnar. Síðdegis í gær bárust hins vegar þær fregnir að Græningjar hafi nú hætt við boðað framboð sitt.

Fjöldi meðmæla er mismundandi eftir stærð kjördæmisins en þó er aldrei um færri einstaklinga að ræða en tvöhundruð manns. Í fjölmennasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, þarf að finna að minnsta kosti 420 meðmælendur með hverju framboði. Framboðum má skila rafrænt en einnig er tekið við framboðum í Stemmu í Hörpu fram til klukkan tólf og einnig hjá Sýslumönnunum á Norðurlandi eystra, vestra og á Suðurlandi.

Fylgst er með gangi mála í kosningavaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×