Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessa­stöðum til varnar

Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið.

Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn

Dóttir knattspyrnukonunnar Elínar Mettu Jensen og Sigurðar Tómassonar, framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo, er komin með nafn. Stúlkan fékk nafnið Magdalena Nordal. 

Tvö tröll­vaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn

Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

„Heimsins furðu­legasti fiskur“ af­hentur í fjár­mála­ráðu­neytinu

„Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði.

Kirkju­tröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi

Fjöldi fólks lagði leið sína á Kaupvangstorg á Akureyri í dag þegar kirkjutröppurnar 112 voru opnaðar að nýju eftir umtalsverðar framkvæmdir og endurbyggingu trappanna. Tröppurnar hafa verið lagðar granítflísum og er nú hiti í öllum þrepum og stigapöllum. Þá hefur verið sett ný lýsing í handrið og á hliðarpósta.

Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera.

Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum

Bíll valt út af vegi á þjóðvegi 54 á Mýrum í Borgarfirði síðdegis í dag. Vegurinn var lokaður um tíma og aðstoðaði slökkvilið við aðgerðir á vettvangi. Nokkur hálka er á veginum að sögn vegfarenda en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur vegurinn verið opnaður á nýjan leik.

Segir Helga Magnús ó­hæfan til að gegna em­bættinu

Helgi Magnús Gunnarsson uppfyllir að sögn ríkissaksóknara ekki lengur almenn hæfisskilyrði til að gegna embætti vararíkissaksóknara. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu ríkissaksóknara í dag. Helgi er sagður óhæfur til að gegna embættinu með vísan til laga um hæfisskilyrði hæstaréttardómara þar sem kveðið er á um að viðkomandi megi ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem geti rýrt það traust sem dómarar verði almennt að njóta.

Þakk­læti, auð­mýkt, rok og söngur ríkis­stjórnarinnar

Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra.

„Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á mat­seðlinum“

Ákveðnar áhyggjur og kurr ríkir innan ferðaþjónustunnar eftir daginn í dag þegar ný ríkisstjórn sýndi á spilin og kynnti stefnuyfirlýsingu sína. Meðal annars stendur til að leggja á auðlinda- og komugjöld á greinina sem veldur nokkrum áhyggjum innan greinarinnar að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann fagnar því þó að ekki standi til að hækka virðisaukaskatt á greinina og hlakkar til samstarfs með nýjum ráðherra.

Sjá meira