Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. 12.4.2025 13:13
„Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma. 9.4.2025 20:12
Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur. 9.4.2025 15:11
Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. 7.4.2025 20:32
Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. 7.4.2025 18:05
Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. 7.4.2025 13:02
„Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Gregory Paul De Pascale dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir koma á óvart hve lítill kraftur er í eldgosinu sem hófst í morgun skammt frá Grindavík, samanborið við þrjú síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Það komi nokkuð á óvart og gæti verið til markst um að eldgosið standi yfir í lengri tíma, en erfitt sé þó að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. 1.4.2025 11:40
Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1.4.2025 11:11
„Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Faðir sem missti eiginkonu sína í árásum Rússa í Úkraínu segir sex ára son sinn hjálpa sér að halda áfram með lífið eftir hörmungarnar sem dunið hafa yfir. Það er hans heitasta ósk að stríðinu ljúki. 30.3.2025 19:05
Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. 27.3.2025 21:32