Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“

Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag.

„Þessi maður verður ævinlega vinur minn“

Oddur Ingason, sem fór í hjartastopp í september í fyrra á æfingafélaga sínum Guðna Ásgeirssyni líf sitt að launa. Þeir vissu ekki þá að þeir væru æfingafélagar en eru nú hinir mestu mátar. Guðni var útnefndur skyndihjálparmaður ársins á 112 deginum sem er í dag.

Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd

Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við.

May biður um lengri tíma

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma.

Kuldastillan staldrar stutt við

Víðast hvar er hæglætis veður en færð er enn mjög þung á Austurlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Unnið er að snjómokstri um land allt. Útlit er fyrir breytilega átt þrjá til átta metra á sekúndu og víða þurrt og bjart veður að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Kuldastillan mun þó ekki að staldra lengi við.

Hætt kominn í sundlaug í Austurbænum

Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Maður var hætt kominn í sundlaug í Austurbænum í gærkvöldi en hann var með meðvitund þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði.

Smáhýsi fyrir heimilislausa rísa meðal annars við Héðinsgötu

Öllum ellefu tilboðunum sem bárust Reykjavíkurborg í útboði um byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa var hafnað. Þess í stað ætlar borgin sjálf að hanna húsin og bjóða út byggingu þeirra. Tólf einstaklingar hafa óskað eftir að fá úthlutað smáhýsi en vonir standa til að fyrstu húsin verði tilbúin síðsumars.

Sjá meira