Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur að grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mikið áhyggjuefni að vinnuslysum fari fjölgandi meðal starfsmanna hins opinbera. Grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða, álag sé of mikið og það sé upplifun starfsfólks að störfin sem hurfu í hruninu hafi ekki skilað sér til baka.

Um þriðjungur vinnuslysa í opinbera geiranum

Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra.

Vongóður þótt staðan sé tvísýn

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%.

Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi

Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara.

Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki

Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk.

Vill efla fræðslu um persónuvernd meðal barna

Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum.

„Við höfum nú þegar tvær úr þessum hóp reynt að leggja fram kæru“

Það hefur borið lítinn árangur til þessa að leggja fram kæru á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni og þess vegna hafa konur brugðið á það ráð að lýsa reynslu sinni opinberlega. Þetta segir ein þeirra tuttugu og þriggja kvenna sem birtu sögur sínar af meintum kynferðisbrotum og áreiti af hálfu Jóns Baldvins á bloggsíðu í morgun.

Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu.

Telja TR geta greitt út samkvæmt nýrri reiknireglu strax

Öryrkjabandalagið telur ekkert því til fyrirstöðu að Tryggingastofnun greiði örorkulífeyrisþegum út samkvæmt réttum útreikningi vegna búsetu, þegar í stað. Félagsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að hundruð örorkulífeyrisþega hafi verið hlunnfarnir um yfir hálfan milljarð króna þar sem röng aðferð hafi verið notuð við útreikning.

Sjá meira