Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kínaheimsókn utanríkisráðherra lýkur í dag

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra líkur fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína í dag. Þar hefur hann meðal annars átt fundi með varaþingforseta og utanríksiráðherra Kína.

Eins og leikhús fáránleikans

Fjölmiðlafárið í kringum efnahagshrunið 2008 var dálítið eins og leikhús fáránleikans að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fyrrverandi upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins.

Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu

Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum.

Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn

Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju.

Tveir fluttir á slysadeild vegna bílveltu á Kringumýrarbraut

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að bíll valt tvær veltur á Kringlumýrarbraut við brúna milli Fossvogs og Hlíða. Slökkviliði barst tilkynning um slysið um klukkan 9:45 og voru farþegar komnir út úr bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði.

Formaður tannlæknafélagsins fagnar samningi eftir 14 ára bið

Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa.

Japanskar lausnir geta hentað á Þingeyri

Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki.

Lögum um ríkisborgararétt verður breytt

Dómsmálaráðherra mun leggja til breytingar á lögum um veitingu ríkisborgararéttar á komandi þingvetri. Mál Litháa sem búið hefur á Íslandi um árabil hefur vakið mikla athygli en hann fær ekki ríkisborgararétt vegna umferðalagabrota. Til greina kemur að skoða hvort eðli brota ætti að hafi ólík áhrif að sögn dómsmálaráðherra. Þá sé afgreiðsla Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt farin að bera keim af stjórnsýsluafgreiðslu að sögn ráðherra.

Sjá meira