Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

SA hafi reynt allt til að „afstýra því stórslysi“ sem blasi við

Það er ekki ávísun á lægra atvinnuleysi að lækka eða frysta laun fólks á vinnumarkaði að sögn forseta ASÍ. Það stefnir í stórslys á vinnumarkaði að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í ljósi þeirra miklu launahækkana sem kveðið er á í kjarasamningum og taka gildi um áramótin.

Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík.

Komu manni til hjálpar sem villtist á Bláfjallasvæðinu

Fyrir nokkrum mínútum síðan, laust eftir klukkan fjögur í dag, voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna manns sem er týndur á Bláfjallasvæðinu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Liðs­menn Boko Haram grunaðir um hrotta­leg morð á tugum bænda

Uppreisnarmenn úr röðum Boko Haram eru grunaðir um að hafa myrt að minnsta kosti 43 almenna borgara, aðallega bændur og sjómenn, í Borno-ríki í norðurhluta Nígeríu í dag. Fórnarlömbin voru að sinna störfum sínum við hrísgrjónauppskeru þegar árásin var gerð í dag, daginn sem íbúar í Garin Kwashebe í Borno-ríki gengu til sveitarstjórnakosninga í fyrsta sinn í 13 ár.

Tók saman lista yfir fjölmennustu íslensku Facebook-hópana

„Ég veit náttúrlega að þetta er ekki endilega tæmandi listi en ég er orðinn nokkuð vongóður um að maður sé búinn að taka saman megnið af fjölmennustu íslenskum hópum með þessu,“ segir tölvunarfræðingurinn Daníel Brandur Sigurgeirsson í samtali við Vísi. Daníel tók á dögunum saman lista yfir fjölmennustu Facebook-hópana á Íslandi og birti í færslu á sinni Facebook-síðu. Yfir hundrað hópar eru á listanum sem enn fer vaxandi.

Bylting ef bólu­efnið lukkast vel: „Þetta er al­gjör­lega ný nálgun“

Tæknin við þróun mRNA-bóluefnisins, sem þau fyrirtæki sem standa hvað fremst við þróun bóluefnis gegn covid-19 eru að nota, er byltingarkennd ef vel tekst til. Þetta segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Hann kveðst fullviss um að þrátt fyrir að þróun bóluefnis hafi gengið afar hratt fyrir sig að ekkert verði slegið af kröfum um gæði bóluefnisins áður en það fer í umferð. Aðferðin sem notuð er við prófun bóluefnis sé hugsuð til þess að hámarka árangur og lágmarka áhættu.

„Hugsunin góð“ hjá Páli en hefði viljað ganga lengra

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Tíu greindust með veiruna innanlands í gær

Tíu greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru átta í sóttkví. Nú eru 187 í einangrun með covid-19 hér á landi og fækkar þeim milli daga sem eru með virkt smit. Alls voru tekin 965 sýni í gær og eru nú 667 í sóttkví.

Katrín og Ragnar voru byrjuð að huga að því að skrifa saman bók þegar ­far­aldurinn skall á

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist vera mikið jólabarn og að gert hafi verið grín að henni þegar hún var krakki fyrir að byrja snemma að hlakka til jólanna. Áhugi hennar og fyrri störf við bókmenntir geri hana ekki síður að miklu jólabarni en hún og Ragnar Jónasson rithöfundur voru byrjuð að huga að því að skrifa saman bók þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á.

Sjá meira