Fréttamaður

Elísabet Hanna

Nýjustu greinar eftir höfund

Jennifer Lawrence er orðin mamma

Stórleikkonan Jennifer Lawrence er orðin mamma en hún var að eignast sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Cooke Maroney. Þau eru búin að vera saman síðan 2018 og giftu sig við litla athöfn árið 2019. 

Byrjaði aftur með fyrrverandi eftir einangrun

Ben Stiller og fyrrverandi eiginkona hans Christine Taylor hafa tekið aftur saman eftir að þau einangruðu sig vegna heimsfaraldursins. Þau tóku þá ákvörðun um að flytja inn saman til þess að Ben gæti einnig verið með börnunum í heimsfaraldrinum. 

Passenger væntanlegur til Íslands

Passenger kemur til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í sumar. Söngvarinn og lagahöfundurinn heitir Mike Rosenberg og hefur unnið til fjölda verðlauna og náð platínusölu víða um heim svo Íslendingar fagna eflaust komu hans.

Möguleikar ljóðsins eru endalausir

Stuttungur er nýstárlegri ljóðahátið sem haldin verður í annað skiptið á morgun, fimmtudag og fagnar framúrstefnulegri nálgun á tungumálið. Hátíðin leggur áherslu á að skapa framsækinn vettvang fyrir tilraunakennda ljóðastarfsemi af ýmsu tagi. Ásta Fanney Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar og bíður alla velkomna. 

Lagahöfundarnir ósáttir eftir að hún breytti laginu í beinni útsendingu

Mikil dramatík fylgdi pólsku undankeppni Eurovision um helgina þegar keppandi breytti laginu í beinni útsendingu án samþykkis höfundanna. Lagahöfundarnir Linda og Ylva Persson segja söngkonuna Lidiu Kopania hafa eyðilagt atriðið viljandi og finnst lagið hafa farið í vaskinn vegna hennar.

Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi

Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim.

„Lífið er ekki alltaf prumpandi glimmer“

Rakel Sigurðardóttir sneri við blaðinu eftir að hún útskrifaðist sem leikkona, skipti um stefnu og lærði að verða andlegur einkaþjálfari. Hún tók þessa ákvörðun eftir að eigin vanlíðan byrjaði að gera vart við sig og sér ekki eftir því í dag. Í náminu felst fyrst og fremst mikil og djúp innri sjálfsvinna sem hefur verið henni dýrmæt. Hún segir lífið ekki alltaf vera prumpandi glimmer en það þurfi heldur ekki að vera þjáning.

Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par

Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra.

Tilbúin að reyna aftur við barneignir

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín.

Rak umboðsmanninn og réði pabba sinn

Söngkonan Dua Lipa hefur sagt skilið við umboðsmanninn sinn og réði pabba sinn Dukagjin í staðin en sjálfur var hann í rokkhljómsveit á sínum tíma. Hún er ekki að leita að öðrum umboðsmanni til þess að fylla í stöðuna eins og er svo feðginin munu starfa saman um óákveðin tíma. Áður voru það Ben Mawson og Ed Millet hjá TaP Management sem sáu um hennar  mál.

Sjá meira