Fréttamaður

Elísabet Hanna

Nýjustu greinar eftir höfund

Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel

Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina.

Ofurfyrirsætan Adriana Lima á von á barni

Fyrirsætan Adriana Lima birti sitt fyrsta Tik Tok myndband fyrr í dag þar sem hún tilkynnti að lítið barn sé á leiðinni. Í myndbandinu má sjá hvernig kærastinn hennar Andre Lemmers er reglulega að bregða henni og hvernig hún nær að bregða honum til baka með óléttuprófinu.

Sýningin er vítamínsprauta fyrir áhorfendur

Samsýningin Í öðru húsi eftir Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dís Whitehead og Steinunni Önnudóttur opnar í Ásmundarsal á laugardaginn. Bjartir litir og léttleiki fylla sýningarrýmið sem er sannkölluð vítamínsprauta fyrir áhorfendur.

Kúbulífið: Bónorð, bleikir bílar og sól

Fyrr í vikunni fór í loftið full vél frá Icelandair af Íslendingum sem héldu til Kúbu að fagna fimmtugs afmæli Guðjóns Más Guðjónssonar, eiganda og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækisins OZ. Meðal gesta eru nokkrar af stærstu samfélagmiðlastjörnum Íslands sem hafa verið duglegar að deila myndum úr ferðinni.

„Þetta er eiginlega gamla góða klisjan, ég sökk svolítið djúpt eftir sambandsslit“

Bear the Ant er nýtt tónlistar samstarf hjá þeim Birni Óla Harðarsyni og Davíð Antonssyni sem voru að gefa út lagið Higher Times. Davíð er þekktastur fyrir trommuleik sinn í hljómsveitinni Kaleo en þetta er frumraun Björns í tónlistinni. Félagarnir skrifuðu og framleiddu lagið saman en það varð til á myrkasta tíma ársins í miðju Covid og má heyra í því vonleysi í bland við von um betri tíma.

Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband

Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu.

Notuðu sumarlaunin til þess að framleiða kvikmynd

Spennutryllirinn Harmur kemur í kvikmyndahús um helgina og er þetta fyrsta kvikmynd leikstjóranna Ásgeirs Sigurðssonar og Antons Karls Kristensen sem báðir eru á tvítugsaldrinum. Myndin hefur verið að fá verðskuldaða athygli en mikil ástríða einkennir framleiðslu myndarinnar sem leikstjórarnir fjármögnuðu sjálfir.

Bjóða börnum að gerast listamenn

Krakkaklúbburinn Krummi stendur mánaðarlega fyrir skemmtilegri dagskrá á Listasafni Íslands þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafnsins. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu og eru börn á öllum aldri velkomin.

Sjá meira