Skoða að loka fimm sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu Fimbulkulda er spáð á öllu landinu út vikuna og getur hann haft áhrif á sundlaugar landsins. Forsvarsmenn Veitna íhuga nú hvort loka þurfi Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum. 13.12.2022 16:57
Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13.12.2022 11:04
Einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlegt svar við erfiðum málum Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. 12.12.2022 19:30
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12.12.2022 18:31
Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. 12.12.2022 12:26
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9.12.2022 20:23
Stjórnvöld skapa rammann og nauðsynlegt að sýna þeim þrýsting Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld bera ábyrgð á því að setja umgjörð utan um íbúðamarkaðinn. Hún vísar því á bug að stjórnvöld hafi gert það sem þau geti til þess að sporna við hækkunum. 8.12.2022 23:18
Harmar að loka eigi starfsemi sem sé lífsbjörg fyrir brothætt börn Áform um að loka ungmennasmiðju Reykjavíkurborgar í núverandi mynd hefur gríðarleg áhrif á viðkvæman hóp barna sem mega síst við hagræðingu á þeirra kostnað. Þetta segir forstöðumaður smiðjunnar. Hún vill að áformin verði endurskoðuð enda sé ungmennasmiðjan lífsbjörg fyrir börn í viðkvæmri stöðu. 8.12.2022 14:01
Hringavitleysan í leikskólum borgarinnar Leikskólapláss fyrir tólf mánaða gömul börn í Reykjavík. Falleg hugmynd sem gekk ekki upp á árinu sem er að líða. 6.12.2022 07:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Það er ótrúlegt að menn ætli að reyna að nota þegar umsamin atriði til að láta nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins líta betur út að sögn formanns Eflingar, sem segir samninginn alls ekki niðurstöðu sem Efling geti sætt sig við. Efling muni beita þeim vopnum sem félagið býr yfir til að knýja fram góða samninga fyrir sitt fólk. Við fjöllum um málið og ræðum við forseta ASÍ í beinni útsendingu. 4.12.2022 18:03