Fréttamaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir úlfalda gerðan úr mý­flugu í skýrslu Ríkis­endur­skoðunar

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi.

Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran

Fyrsti mótmælandinn hefur nú verið dæmdur til dauða í Íran vegna mótmæla sem hafa geisað þar í landi. Mótmælandinn er sakaður um að hafa kveikt í byggingu stjórnvalda.

Faðir Frið­finns segist þakk­látur

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem leitað er um þessar mundir segir engar fréttir vera af máli sonar síns. Hann þakkar fyrir skjót vinnubrögð viðbragðsaðila og kallar eftir frekari fjármagnsveitingu til þess að lögreglan megi vinna betur gegn undirheimum landsins.

Hita­met falla um Evrópu

Hlýtt hefur verið í Evrópu á síðustu misserum, hæsti hiti í nóvembermánuði í Finnlandi frá upphafi mældist í Helsinki á dögunum og hafa mikil hlýindi verið í Bretlandi. Hiti hérlendis mælist yfir meðallagi miðað við árstíma. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá því að nú fer í hönd háannatími kort-og netsvika. Fólk hefur tapað allt að fimm milljónum bara með því að svara á messenger.

Har­ris gull­tryggir öldunga­deildina en full­trúa­deildin enn ó­ljós

Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu.

Trú­lofuðu sig við bakka Dón­ár

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og kærasti hennar Sævar Ólafsson, íþróttafræðingur eru nú trúlofuð. Parið trúlofaði sig í Ungverjalandi nú á dögunum. 

Kaup á bláu haki Twitter valda usla í raunheimum

Á dögunum opnaði samfélagsmiðillinn Twitter fyrir að fólk gæti keypt sér bláa hakið við hlið nafns síns sem gefur til kynna að um hinn rétta aðila sé að ræða.  Í kjölfar nýju stefnunnar hafa gervi aðgangar sprottið upp og verið notendum til mikils ama.

Sjá meira