Fréttamaður

Fanndís Birna Logadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Áhyggjufullur yfir slasaðri súlu á Vatnsleysuströnd

Staðarhaldari á Vatnsleysuströnd segist ítrekað hafa reynt að ná í yfirvöld án árangurs vegna vængbrotinnar súlu sem hefur verið á svæðinu undanfarið. Lögregla hefur ekki viljað koma nálægt henni af ótta við fuglaflensu. 

Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann

Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007.

Komust að samkomulagi um starfslok skipstjórans

Herjólfur hefur komist að samkomulagi um starfslok við skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út en mbl.is greinir frá þessu. Starfsmönnum var tilkynnt um málið í gær en skipstjórinn var upprunalega sendur í leyfi.

Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“

Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 

Beina sjónum að félögum strokufangans

Leit stendur enn yfir að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Lögregla segir fjölmargar ábendingar hafa borist vegna leitarinnar en allt kapp er lagt á að finna Gabríel. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Enn er leitað að strokufanga sem slapp úr haldi lögreglu á miðvikudag. Í tvígang hefur lögregla haft afskipti af sextán ára dreng sem er algjörlega óskyldur málinu eftir ábendingar um að hann væri strokufanginn. 

Vaktin: Pútín með líf íbúa Mariupol í sínum höndum

Borgarstjóri Mariupol segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta hafa líf íbúa Mariupol í sínum höndum. Úkraínskir hermenn berjast enn í borginni þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að borgin hafi verið frelsuð. 

Sjá meira