Hófí með litla kórónu sjarmeraði Berglindi upp úr skónum Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir eignaðist nýverið sinn fyrsta hund. Um St. Bernard-hund er að ræða en þeir verða gjarnan á bilinu 65-120 kílóa þungir. Berglind segir hundaævintýrið fara vel af stað. 6.6.2017 10:15
Allir ofurspenntir fyrir nýjasta tölublaði HA Í seinustu viku var vorútgáfu tímaritsins HA fagnað í Hönnunarmiðstöð Íslands. Fullt var út úr dyrum og glatt á hjalla enda fólk búið að bíða spennt eftir þessu nýjasta tölublaði. 3.6.2017 15:15
Jóhannes Haukur verður í góðum félagsskap á setti Það er óhætt að segja að leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson sé búinn að vera að gera það gott í leiklistarheiminum, og hann heldur áfram. Jóhannes var nefnilega að landa hlutverki í kvikmyndinni The Sisters Brothers sem kemur út á næsta ári. Hinn franski Jacques Audiard mun leikstýra myndinni og með aðalhlutverk fara þeir Jake Gyllenhaal, Joaquin Phoenix, John C. Reilly og Riz Ahmed. Það er því ljóst að Jóhannes verður í flottum félagsskap þegar tökur hefjast. 2.6.2017 10:15
Eru þakklát fyrir að fá að halda hátíðina við Skógafoss Breska hljómsveitin The xx kemur til Íslands í sumar til að halda Night + Day tónlistarhátíðina við Skógafoss. Söngkonan og gítarleikarinn Romy Madley Croft trúir varla að hátíðin sé að verða að veruleika að eigin sögn en Ísland á stað í hjarta hennar. 27.5.2017 14:00
Þingmennskan og hljómsveitarlífið passa vel saman "Hljómsveitarlífið fer vel saman með öllu, þetta snýst bara um að tapa sér ekki í formi og æfingum heldur leyfa flæðinu og stemmningunni að ríkja - dálítið eins og í lífinu sjálfu. Það er fátt betra eftir þus í þingsal, mitt eigið og annarra, en að fara á æfingu og telja í lag,“ segir þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé en hann mun koma fram á Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Slow Train. 24.5.2017 10:45
Finnur enga löngun til að flytja aftur til baka í bráð Ryan Feldman flutti nýverið til Íslands til að hefja störf hjá 66°Norður en áður vann hann hjá Burberry í London. Hann segir lífið á Íslandi ólíkt því sem hann átti í London og hann er ánægður hér. 23.5.2017 18:30
Endingargóð förðun með fókus á bleikar varir Sumarið er gengið í garð og af því tilefni kennir förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir lesendum réttu handtökin þegar kemur að því að kalla fram sumarlega og létta förðun. Hér er lögð áhersla á ljómandi húð og varir í sumarlegum og björtum lit. 22.5.2017 20:00
Vilja gefa öllum tækifæri til að eignast barn Samtökin Tilvera eru að hrinda af stað söfnunarátaki sem verður til þess að hægt verður að veita fleiri félagsmönnum samtakanna peningastyrk vegna baráttu þeirra við ófrjósemi. Verkefnið snýst um að gefa fleiri pörum og einstaklingum tækifæri til að eignast barn. 22.5.2017 09:45
Kvennakór Reykjavíkur syngur inn sumarið í kvöld Kvennakór Reykjavíkur ætlar að syngja inn sumarið í kvöld með tónleikum þar sem fjölbreytt tónlist verður tekin fyrir. Meðal þess er nýtt lag eftir tónskáldið Halldór Smárason. 18.5.2017 09:15