Blaðamaður

Guðný Hrönn

Guðný Hrönn er umsjónarmaður Lífsins í Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Er spenntust fyrir útópískum draumaherbergjum

Innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg er afar spennt fyrir helginni því þá opnar sýningin Amazing Home Show sem hún hefur unnið hörðum höndum við að undirbúa og setja upp undanfarna mánuði. Um risastóra og viðamikla heimilissýningu í Laugardalshöll er að ræða.

Eru saman í liði gegn nauðgunum

Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt.

Dansvænt popp við texta um einmanaleika

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Milkywhale var að koma út en þau Melkorka Sigríður og Árni Rúnar skipa bandið. Melkorka segir þau Árna vera himinlifandi með plötuna og samstarfið almennt en hún hálfpartinn gabbaði hann í hljómsveit með sér á sínum tíma.

Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð

Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni.

Útskriftarsýningin eins og ákveðinn vorboði

Sigrún Inga Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar LHÍ, opnar útskriftarsýningu nemenda á laugardaginn. Hún segir útskriftarhópinn vera fjölbreyttan og samheldinn og hvetur alla til að leggja leið sína í Hafnarhúsið á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands.

Blaðamaður The Guardian mælir með íslensku hátíðinni Secret Solstice

Íslenska tónlistarhátíðin Secret Solstice var nefnd í upptalningu í leiðarvísi The Guardian um bestu tónlistarhátíðir ársins sem birtur var á vef The Guardian fyrr í vikunni. Það er blaðamaðurinn Kate Hutchinson sem mælir með Secret Solstice en margir blaðamenn koma að gerð listans.

Sjálflærður og búinn að "meika það“

Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni.

Kafa djúpt ofan í Íslendingasamfélagið á Kanarí

Magnea Björk Valdimarsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Marta Sigríður Pétursdóttir, menningar- og kynjafræðingur, eru þessa stundina að vinna að heimildarmynd um Íslendingasamfélagið á Kanarí. Þær lýsa viðfangsefninu sem "heilum heim“ út af fyrir sig.

Hefur læðst nokkrum sinnum inn í bíósal til að sjá viðbrögð

Leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni fannst "meiriháttar“ að fá loksins að horfa á kvikmyndina Ég man þig í fullum sal fólks. Myndin, sem byggð er á samnefndri bók eftir Yrsu Sigurðardóttur, var frumsýnd fyrr í mánuðinum og miðasala á myndina hefur gengið vel síðan.

Sjá meira