Blaðamaður

Gunnþóra Gunnarsdóttir

Gunnþóra er einn reynslumesti blaðamaður Fréttablaðsins.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ég er að rýna í samfélagshjartað

Tengsl íbúa við heimahaga og þau samfélagslegu áhrif sem halda þeim þar er kjarni heimildarmyndarinnar 690 Vopnafjörður sem frumsýnd er í Bíói Paradís í kvöld. Karna Sigurðardóttir er höfundur hennar.

Oftast samtal við almættið

Sálmar Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar við lög Sigurðar Flosasonar verða sungnir af kórnum Scola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju á föstudagskvöld.

Siðbótin í ljósi sögunnar

Séra Gunnar Kristjánsson ræðir þær kristnu hugsjónir sem Marteinn Lúther boðaði í Wittenberg í Þýskalandi fyrir 500 árum, í Snorrastofu í Reykholti í kvöld.

Allri þjóðinni var boðið

Bergþór Pálsson söngvari er höfðinglegur þegar hann fagnar sextugsafmælinu. Hann tók Eldborg í Hörpu á leigu, lét boð út ganga og miðarnir runnu út á örskotsstund.

Leikur á einstakt hljóðfæri í eigin verki

Fyrsti darabuka-konsert sögunnar, Capriccio, verður heimsfrumfluttur í Hofi á Akureyri á morgun af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Höfundurinn, Áskell Másson, sér sjálfur um einleikinn.

Aftan við framhlið er alltaf bakhlið

Ragnar Bragason skyggnist bak við tjöldin í heimi utanríkisþjónustunnar og blandar saman kómískum og harmrænum elementum í leikriti sínu Risaeðlunum. Það verður frumsýnt í kvöld á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Brasað með rokkhljóð og rúnakefli

Óperan Einvaldsóður, flutt í torfkirkju, og tilraunir með rokkhljóð eru meðal atriða á tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin er í Árbæjarsafni um helgina og hefst í kvöld. Hafdís Bjarnadóttir veit meira.

Fékk bæði verðlaun og eigin bók í hendur

Íslensku barnabókaverðlaunin 2017 hlaut Elísa Jóhannsdóttir bókmenntafræðingur. Sagan Er ekki allt í lagi með þig? kom út hjá Forlaginu í gær. Hún fjallar um einelti, vináttu og foreldravanda.

Sjá meira