Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bitc­­o­­in­­sjóð­­ir stærr­­i en líf­­eyr­­is­­kerf­­ið en próf­­ess­­or seg­­ir hnign­­un­­arf­­as­­a að hefj­­ast

Umfang bitcoin kauphallarsjóða, sem hafa einungis verið starfræktir í tvo mánuði, er orðið meira en allt íslenska lífeyriskerfið, segir fjárfestir í rafmyntum sem furðar sig á áhugaleysi fyrirtækja í fjármálageiranum hér á landi. Hagfræðiprófessor telur að fái bitcoin ekki „almennilega notkun“ í framtíðinni verði það verðlaust og líkir slíkum fjárfestingum við kaup á frímerkjum.

Meir­i sam­keppn­i á Ís­land­i um inn­lán heim­il­a en al­mennt í Evróp­u

Seðlabankinn segir að miðlun íslenskra banka á peningastefnunni sé góð. „Þar sem hlutfall innlána heimila sem bera háa vexti á Íslandi er mun hærra en almennt gerist í Evrópu virðist miðlun meginvaxta í vexti innlána heimila í heild mest á Íslandi,“ segir bankinn og nefnir að ein helsta skýringin á þessum mun kunni að vera að meiri samkeppni ríki um innlán heimila á Íslandi en almennt gerist í Evrópu.

Nálg­­ast er­­lend­­a ­­­mark­­að­­i af meir­­i var­k­árn­­i en snörp leið­rétt­ing ekki í kort­un­um

Hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantsála eru í hæstum hæðum um þessar mundir og forsvarsmenn sumra íslenskra lífeyrissjóða segjast því nálgast erlenda hlutabréfamarkaði af meiri varkárni en áður. Aðrir eru hins vegar hóflega bjartsýnir um ávöxtunarhorfur til næstu ára og sjá að „óbreyttu ekki skýr teikn á lofti um snarpa leiðréttingu“ á mörkuðum, að mati eins sjóðstjóra.

Horf­ur á að „stífl­an brest­i“ og fjár­fest­ar fái fé frá fram­taks­sjóð­um eft­ir þurrk­a­tíð­

Útgreiðslur til sjóðsfélaga bandarískra framtakssjóða eru nú í lægstu gildum síðan í fjármálakrísunni 2008 til 2009 og eru margir orðnir langeygir eftir að fá laust fé í hendur. Það eru „ágætar horfur á því að stíflan bresti á árinu“, og fjárfestar fái loksins laust fé í hendur eftir „þurrkatíðina“ síðustu tvö árin, segir aðalhagfræðingur Kviku.

Rekst­ur Strax stokk­að­ur upp og eig­ið fé nei­kvætt um sjö millj­arð­a

Strax, sem er í meirihluta eigu tveggja Íslendinga og er skráð í sænsku kauphöllina, á í erfiðleikum og hefur markaðsvirði þess lækkað um 86 prósent á einu ári. Eigið var neikvætt um 7,4 milljarða króna og félagið uppfyllir ekki lánaskilmála. Unnið er að endurskipulagningu á rekstrinum og var Urbanista meðal annars selt fyrir tæplega fjóra milljarða til lánveitanda.

Líf­eyr­is­sjóð­ir vilj­a að rýmk­að­ar heim­ild­ir eigi við um all­ar ó­skráð­ar eign­ir

Landssamtök lífeyrissjóða kalla eftir því að heimildir til þess að fjárfesta í óskráðum eignum verði rýmkaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra er með frumvarp til umsagnar um að lífeyrissjóðir fái auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum fasteignafélögum á íbúðamarkaði en sjóðirnir vilja auka heimildina án tillits til kjarnareksturs.

Sjá meira