Blaðamaður

Helgi Vífill Júlíusson

Helgi Vífill er blaðamaður á viðskiptamiðlinum Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gengi Marel „sigið niður á við“ eftir mikinn sprett í kjöl­far yfirtökutilboðs

Gengi Marels hefur farið lækkandi að undanförnu í tiltölulega lítilli veltu eftir að hafa hækkað verulega eftir að óskuldbindandi tilboð barst frá erlendum keppinaut í félagið sem stjórn þess hafnaði. Forstöðumaður í eignastýringu segir að á meðan engin tíðindi berist af yfirtökumálum eða rekstri félagsins sé líklegt að verðþróun Marel ráðist að mestu af ytri aðstæðum og stemningu á markaði.

Sala PayAnalytics kemur „ljómandi vel út“ fyrir Ný­sköpunar­sjóð

Svissneska fyrirtækið Beqom hefur keypt hugbúnaðarfyrirtækið PayAnalytics. Kaupin koma „ljómandi vel út“ fyrir Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, segir framkvæmdastjóri sjóðsins í samtali við Innherja, sem var á meðal hluthafa. Þriðjungur af kaupverðinu er greiddur með reiðufé.

Strangt þak á kaup­auka hefur leitt til hærri launa í fjár­mála­kerfinu

Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað, segja stjórnendur fjármálafyrirtækja. Það eykur rekstraráhættu fyrirtækjanna, einkum þeirra minni.

Verðmat Arion lækkar um átta prósent en vaxtastigið bítur í bankana

Verðmat Arion banka lækkar um átta prósent en gert er ráð fyrir lægri vaxtatekjum en áður og hærri ávöxtunarkrafa lækkar líka matið. Greinandi segir að vaxtastigið, en stýrivextir hafa hækkað umtalsvert í því skyni að sporna við verðbólgu, sé farið að „bíta bankana“.

Tæki­færi CRI þre­faldast á skömmum tíma

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur selt hinu þýska P1 Fuels búnað til framleiðslu á rafeldsneyti sem notað verður meðal annars fyrir akstursíþróttir. Forstjóri CRI segir að þau tækifæri sem fyrirtækið hafi til skoðunar hafi þrefaldast á skömmum tíma.

Ís­lendingar vinna einna minnst en þéna mest

Íslendingar vinna einna minnst en þéna mest á mánuði, talsvert meira borið saman við aðrar Norðurlandaþjóðir, samkvæmt gögnum frá OECD. „Við getum varðveitt þessa stöðu svo lengi sem verðmætasköpun stendur undir henni,“ segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

IFS verðmetur Ís­fé­lagið um ní­tján prósentum hærra en út­boðs­gengi

IFS greining verðmetur Ísfélagið 18,5 prósent yfir útboðsgengi í áskriftarbók til almennra fjárfesta og mælir með kaupum í útgerðinni. „Samanburður á verðkennitölum Ísfélagsins við verðkennitölur Brim og Síldarvinnslunnar gefa til kynna að virði Ísfélagsins sé nokkuð sanngjarnt metið í útboðinu.“

„Sem betur fór vildi Baader ekki kaupa“ Marel árið 1991

Árið 1991 reyndu forsvarsmenn Marels að fá þýska iðnfyrirtækið Baader, sem þremur áratugum seinna keypti Skagann 3X, til að fjárfesta í íslenska fyrirtækinu en það gekk ekki eftir. „Sem betur fór vildi Baader ekki kaupa!“ segir í nýrri bók um fyrirtækið. „Kaupin hefðu varla verið Marel til góðs,“ sagði fyrrverandi forstjóri félagsins.

Sjá meira