Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spé­hræddir ferða­menn reyna að komast undan því að baða sig

Starfsmenn sundlauga segja spéhræðslu valda því að fjöldi ferðamanna reynir að koma sér undan því að baða sig áður en farið er ofan í laugarnar. Frá þessu greinir Fréttablaðið og vísar til starfsmanna lauga í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Herkvaðning og hótanir Rússlandsforseta,  kólnun á fasteignamarkaði, lyfjaskortur og brostnar vonir um Þjóðarhöll verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Dregur enn úr atvinnuleysi sem mælist nú 3,1 prósent

Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,1 prósent og minnkaði um 0,1 prósent milli mánaða. Að meðaltali voru 6.009 atvinnulausir í ágúst, 3.276 karlar og 2.733 konur. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 5,3 prósent og næst mest á höfuðborgarsvæðinu, 3,4 prósent.

Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa

Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands.

Krabbameinsdeildin löngu sprungin og engin lausn á borðinu

Krabbameinsdeild Landspítalans er löngu sprungin og engar lausnir í sjónmáli, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinskjarna spítalans, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir aðstöðuna á deildinni langt í frá ásættanlega og að veikt fólk geti ekki beðið.

Boðar her­kvaðningu og hótar kjarn­orku­stríði

Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar, nýjustu vendingar í málum Flokks fólksins, aðför lögreglu gegn blaðamönnum og vindmyllufellingar verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Kallar konurnar „upp­hlaups­mann­eskjur“ og „svika­kvensur“

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net þar sem hann svarar þremur konum á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti.

Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést

Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Útför Elísabetar Bretadrottningar, eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar, ólga meðal presta og ofsaveður í Japan verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Sjá meira