Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Útför Elísabetar Bretadrottningar, eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar, ólga meðal presta og ofsaveður í Japan verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Útför Elísabetar Bretadrottningar lauk fyrir hádegi. Síðdegis verður hún lögð til hinstu hvílu í kapellu Georgs VI í Windsor. Guðni Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú voru meðal viðstaddra.

Ein sex kvenna sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, gagnrýnir að formaður Prestafélagsins hyggist ætla að draga málið á langinn.

Aðalmeðferð í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningarnir eru fimm í málinu, þar sem saltdreifari kemur við sögu.

Íslendingur sem er búsettur í Tókýó segir íbúa halda sig heima en milljónir hafa flúið gríðarmikinn fellibyl sem nú stefnir á borgina.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×