Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Stjórnvöld í Ísrael segja átta af þeim 26 gíslum sem Hamas hefur skuldbundið sig til að láta lausa í fyrsta fasa vopnahlésis á Gasa séu látnir. Yfirvöld eru sögð hafa fengið lista frá samtökunum í nótt sem staðfesti að átta hafi verið drepnir. 28.1.2025 07:07
Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið iðinn við kolann frá því að hann sór embættiseiðinn fyrir rúmri viku síðan en í gær undirritaði hann nokkrar forsetatilskipanir til viðbótar þeim tugum sem hann gaf út í síðustu viku. 28.1.2025 06:42
Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ „Faðir minn stökk fyrstur úr lestinni og ég á eftir honum. En þegar ég lenti þá sá ég hann ekki... hann var horfinn, eins og dögg fyrir sólu. Þeir tóku hann, við vissum ekki hvert. Án kossa, án kveðju þá hvarf hann. Ég sá hann aldrei aftur.“ 27.1.2025 11:57
Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Mannúðarsamtök segja yfirvöld í Búlgaríu hafa hunsað neyðarkall og hindrað sjálfboðaliða í því að bjarga þremur egypskum drengjum sem síðar fundust frosnir til dauða nærri landamærum Búlgaríu og Tyrklands. 27.1.2025 07:58
Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. 27.1.2025 06:52
Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Notendur ADHD-lyfja hafa aldrei verið fleiri en í fyrra og kostnaður ríkisins vegna lyfjanna aldrei verið hærri. Ríflega 26 þúsund Íslendingar fengu ADHD-lyfjum ávísað og kostnaður ríkisins nam 2,1 milljarði króna. 27.1.2025 06:33
Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann Lögregla var tvívegis kölluð til í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða. Í öðru tilvikinu var um að ræða þrjá sem voru „með almenn leiðindi“ við aðra farþega í strætó og var þeim vísað út. 27.1.2025 06:22
Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar „Líklega hefur enginn fyrr ávarpað Trump opinberlega af slíkri ást sem Mariann biskup,“ segja séra Bjarni Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir í aðsendri grein á Vísi í morgun. 23.1.2025 08:36
Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sólarorka sá Evrópu fyrir 11 prósentum af rafmagnsnotkun álfunnar árið 2024 en kolabrennsla fyrir 10 prósentum. Sérfræðingar segja um að ræða stór tímamót. 23.1.2025 07:36
Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Fimmti hver leigjandi á leigumarkaði býr í hverfi eða á stað þar sem viðkomandi myndi helst ekki kjósa að búa á. Meðal leigjenda með tvö börn eða fleiri er hlutfallið 30 prósent. 23.1.2025 06:53