Erlent

Sólar­orka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Evrópa er smám saman að færa sig yfir í hreinni orkugjafa.
Evrópa er smám saman að færa sig yfir í hreinni orkugjafa. Getty

Sólarorka sá Evrópu fyrir 11 prósentum af rafmagnsnotkun álfunnar árið 2024 en kolabrennsla fyrir 10 prósentum. Sérfræðingar segja um að ræða stór tímamót.

„Kolabrennsla er elsta aðferðin við að framleiða rafmagn en einnig sú sóðalegasta. Sólarorka er rísandi stjarna,“ hefur Guardian eftir Beatrice Petrovich, einum höfunda skýrslu um málið, sem gefin var út af hugveitunni Ember.

Kolabrennsla náði hámarki árið 2007 en hefur dregist saman um helming síðan. 

Hreinir orkugjafar eru í mikilli sókn samkvæmt skýrslunni en 29 prósent allrar orkunotkunar í Evrópu árið 2024 kom frá sólar- og vindorku. Þá jókst hlutdeild vatns- og kjarnorku.

Sólarstundir voru færri, eða sólarljós minna, árið 2024 en árið 2023 en aukninguna í notkun sólarorku má rekja til aukins fjölda sólarsella.

Í Þýskalandi og Póllandi, sem eru stærstu kolanotendur Evrópu, dróst notkunin saman um 17 prósent annars vegar og 8 prósent hins vegar.

Notkun á jarðgasi dróst saman í fjórtán ríkjum af 26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×