Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjár­festar tóku dræmt í skila­boð Al­vot­ech um stóran sölu­samning „á næstu vikum“

Skilaboð Alvotech um stöðuna í viðræðum vegna sölusamninga vestanhafs á stuttum kynningarfundi í hádeginu ollu nokkrum vonbrigðum meðal innlendra fjárfesta og féll hlutabréfaverð félagsins skarpt strax að afloknum fundi. Félagið segist vera á „lokastigi“ með að klára samning við einn stærsta söluaðilann í Bandaríkjunum vegna líftæknilyfjahliðstæðunnar Simlandi.

Al­vot­ech í mót­vindi þegar eftir­spurn inn­lendra fjár­festa mettaðist

Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið.

Gagn­rýnir metarð­greiðslu og segir OR þurfa á „öllu fjár­magni“ að halda

Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýnir þá ákvörðun að greiða út nánast allan hagnað síðasta árs í arð til eigenda og segir hana ekki réttlætanlega með hliðsjón af afkomu fyrirtækisins, fjármögnunarkjörum þess á mörkuðum og stöðu orkumála almennt. Áform um hlutafjáraukningu með aðkomu nýrra fjárfesta að tveimur dótturfélögum OR hafa tafist nokkuð og hefur stjórnin af þeim sökum meðal annars hækkað brúarlán til Carbfix um meira en fjóra milljarða.

Hagnaður Stefnis minnkaði um ellefu prósent eftir sveiflu­kennt ár á mörkuðum

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði um 1.095 milljóna króna hagnaði í fyrra og dróst hann saman um meira en ellefu prósent en eignir í stýringu minnkuðu jafnframt lítillega á ári sem einkenndist af sveiflum á verðbréfamörkuðum. Innlausnir hjá fjárfestum í stærsta innlenda hlutabréfasjóði landsins voru samtals tæplega 2,5 milljarðar á síðasta ári.

Telur JBT vera eitt þeirra fé­laga sem „passar best“ til að sam­einast Marel

Markaðirnir sem Marel starfar á eru enn afar skiptir og því „nauðsynlegt“ fyrir  félagið að taka þátt í þeirri samrunaþróun sem er fyrirsjáanleg, að sögn stjórnarformanns Eyris Invest, sem er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel og hefur stutt áform JBT um sameiningu fyrirtækjanna. Fjárfestingafélagið veitti óafturkallanlegt samþykki sitt við fyrsta tilboði JBT síðasta haust, sem er sagt hafa verið „mun hagfelldara“ en aðrir kostir í stöðunni fyrir Eyri, enda hafi þá verið óvissa um vilja og getu allra hluthafa til þátttöku í stórri hlutafjáraukningu á miklum afslætti af innra virði.

Fyrir­tækin bregðast við háum vöxtum og færa sig yfir í verð­tryggð lán

Þrátt fyrir hækkandi vaxtastig er áfram nokkur þróttur í nýjum útlánum til fyrirtækja en þau er núna nánast alfarið drifin áfram af sókn þeirra í verðtryggð lán. Frá því um mitt árið í fyrra er hlutfall verðtryggðra útlána meira en áttatíu prósent af öllum nýjum lánum bankanna til atvinnulífsins.

Ís­lands­banki gerði til­boð í TM með fyrir­vara um hækkun hluta­fjár

Þegar Íslandsbanki gerði skuldbindandi tilboð í TM þá var það meðal annars gert með því skilyrði að hluthafar, þar sem ríkissjóður er langsamlega stærstur, myndu samþykkja í kjölfarið að hækka hlutafé bankans til að standa undir kaupverðinu. Viðskiptin hefðu verið stærri í hlutfalli við eigin fé bankans borið saman við Landsbankann sem var með enga fyrirvara um samþykki hluthafafundar þegar tilboðið hans var samþykkt.

Lýsti yfir and­stöðu við kaup á TM á fundi með stjórn­endum Lands­bankans

Á fundi með lykilstjórnendum Landsbankans örfáum vikum áður en bankinn gerði skuldbindandi tilboð í allt hlutafé TM hafði fjármála- og efnahagsráðherra komið á framfæri andstöðu sinni við að bankinn myndi ráðast í slík kaup. Ráðherra, sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki beint tilmælum til Bankasýslunnar áður en kaupin færu fram, hefur sagt það óviðunandi að bankaráð Landsbankans hafi ekki upplýst stofnunina með formlegum hætti um áform bankans.

Sakar SKE um „í­hlutun í­hlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hags­muna al­mennings

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni.

Telja að tekjurnar fari í um 50 milljarða og verði um­fram spár grein­enda

Samkvæmt afkomuáætlun sem stjórnendur Alvotech hafa gefið út er ráðgert að heildartekjur líftæknilyfjafélagsins geti á þessu ári orðið um 400 milljónir Bandaríkjadala, um fjórfalt meira en í fyrra, og mögulega tvöfaldast árið eftir. Þær áætlanir gætu tekið talsverðum breytingum á næstunni þegar Alvotech klárar sölusamninga í Bandaríkjunum en hin nýja tekju- og afkomuspá, sem markaðsaðilar hafa beðið eftir, er engu að síður nokkuð yfir væntingum greinenda.

Sjá meira