Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. janúar 2025 12:00 Pétur Jóhann gengur fram af sér á fjarlægum slóðum. Fyrsta stiklan úr Alheimsdrauminum er mætt á Vísi. Þar skipa þeir Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 þann 28. febrúar. „Besta leiðin til að lýsa Draumnum er þannig að þetta er jafn gaman og þetta er erfitt,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að fullyrða að nýjasta serían sé sú klikkaðasta hingað til en fimm ár eru síðan strákarnir héldu síðast utan í Suður-Ameríska Draumnum. Meðal landa sem strákarnir ferðast til að þessu sinni eru Nýja-Sjáland, Filippseyjar og Ástralía. Klippa: Alheimsdraumurinn - stikla Reynt á öll mörk „Við reyndum þarna á öll okkar mörk og það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja á sig í rugli. Það er svo skrítið að þetta skuli vera vinna, ég hugsaði einmitt þegar ég lá þarna málaður eins og tígrisdýr: „Huh, ég er bara í vinnunni í Nýja-Sjálandi.“ Þetta er svo innilega steikt,“ segir Auddi hlæjandi. Áður hafa verið framleiddar þáttaraðirnar Ameríski Draumurinn, Evrópski Draumurinn, Asíski Draumurinn og Suður Ameríski Draumurinn en í þessari nýjustu þáttaröð er allur heimurinn undir. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Auddi segir vini og ættingja oft spyrja hann hvort þetta sé í raun ekki bara kósý og stemning. Hann viti sem er að það sé asnalegt að segja það en það sé samt alls ekki þannig. Tökur stóðu yfir í um mánuð og voru strákarnir þann tíma í 76 klukkustundir í flugvél. „En auðvitað vorkennir okkur enginn, enda skemmtilegasta vinna í heimi. En við skulum bara segja að það eru mörg lönd sem ég hlakka til að ferðast til án þess að láta hrækja á mig.“ Þeir félagar lögðu á sig gríðarlegt ferðalag í þáttunum. Alheimsdraumurinn Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18 Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fleiri fréttir „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Sjá meira
„Besta leiðin til að lýsa Draumnum er þannig að þetta er jafn gaman og þetta er erfitt,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að fullyrða að nýjasta serían sé sú klikkaðasta hingað til en fimm ár eru síðan strákarnir héldu síðast utan í Suður-Ameríska Draumnum. Meðal landa sem strákarnir ferðast til að þessu sinni eru Nýja-Sjáland, Filippseyjar og Ástralía. Klippa: Alheimsdraumurinn - stikla Reynt á öll mörk „Við reyndum þarna á öll okkar mörk og það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja á sig í rugli. Það er svo skrítið að þetta skuli vera vinna, ég hugsaði einmitt þegar ég lá þarna málaður eins og tígrisdýr: „Huh, ég er bara í vinnunni í Nýja-Sjálandi.“ Þetta er svo innilega steikt,“ segir Auddi hlæjandi. Áður hafa verið framleiddar þáttaraðirnar Ameríski Draumurinn, Evrópski Draumurinn, Asíski Draumurinn og Suður Ameríski Draumurinn en í þessari nýjustu þáttaröð er allur heimurinn undir. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) Auddi segir vini og ættingja oft spyrja hann hvort þetta sé í raun ekki bara kósý og stemning. Hann viti sem er að það sé asnalegt að segja það en það sé samt alls ekki þannig. Tökur stóðu yfir í um mánuð og voru strákarnir þann tíma í 76 klukkustundir í flugvél. „En auðvitað vorkennir okkur enginn, enda skemmtilegasta vinna í heimi. En við skulum bara segja að það eru mörg lönd sem ég hlakka til að ferðast til án þess að láta hrækja á mig.“ Þeir félagar lögðu á sig gríðarlegt ferðalag í þáttunum.
Alheimsdraumurinn Bíó og sjónvarp Grín og gaman Tengdar fréttir Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18 Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fleiri fréttir „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Sjá meira
Allur heimurinn undir í nýjum Draumi Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. 9. febrúar 2024 23:18