Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raun­vextir verði „háir lengi“

Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum.

Félagið Icelandic Water endur­greiddi yfir þrjá milljarða til BlackRock

Útistandandi lán Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, við sjóði í stýringu BlackRock voru að hluta til greidd til baka þegar fjárhagur íslenska fyrirtækisins var endurskipulagður í byrjun sumar en þá nam skuld þess við bandaríska sjóðastýringarrisann samtals yfir 50 milljónum dala. Fyrirtækið tapaði um 22,5 milljónum dala í fyrra, lítillega meira en árið áður, og var eigið fé orðið neikvætt um síðustu áramót.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­bréfa tók snarpa dýfu eftir kaup er­lends sjóðs

Markaðsvextir á ríkisskuldabréfum lækkuðu talsvert á síðustu tveimur dögum vikunnar, sem tók sömuleiðis niður verðbólguálagið, samhliða kaupum erlends fjárfestis á óverðtryggðum bréfum og var veltan á markaði sú mesta frá því snemma árs 2020. Nýjar hagtölur sýna að verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila, bæði til skamms og lengri tíma, hafa lækkað talsvert sem peningastefnunefnd mun vafalaust líta til við ákvörðun vaxta í næstu viku.

Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu á­kvörðun og spáir 50 punkta hækkun

Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið.

Háir lang­tíma­vextir vestan­hafs minnka á­huga fjár­festa á „framandi“ mörkuðum

Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt.

Verð­bólgu­á­lagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám grein­enda

Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert.  Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir.

Fjár­festinga­fé­lag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð

Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum.

Banda­rískur sjóða­stýringar­risi vill fjár­festa í Car­b­fix fyrir milljarða

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að undirgangast tiltekna skilmála vegna tilboðs bandaríska sjóðastýringarfélagsins Stonepeak, einn stærsti innviðafjárfestir heims, um möguleg kaup á nýjum hlutum í fyrirtækinu Carbfix. Erlendir fjárfestar gætu lagt félaginu, sem hefur hannað tæknilausn sem bindur koltvísýring varanlega í bergi, til marga milljarða króna í aukið hlutafé til að standa straum að uppbyggingu þess á komandi árum.

Ís­fé­lagið setur stefnuna á risa­skráningu á markað undir lok ársins

Sjávarútvegsrisinn Ísfélagið, nýlega sameinað fyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði, hefur gengið frá ráðningum á helstu fjármálaráðgjöfum vegna undirbúnings að skráningu og frumútboði félagsins í Kauphöllina. Gangi núverandi áætlanir Ísfélagsins eftir verður fyrirtækið eitt hið stærsta að markaðsvirði á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en árið er liðið.

Banda­ríski risinn Capi­tal Group stækkar enn stöðu sína í Ís­lands­banka

Sjóðastýringarfélagið Capital Group, stærsti erlendi fjárfestirinn í hlutahafahópi Íslandsbanka, jók nokkuð við eignarhlut sinn fyrr í þessum mánuði eftir að hlutabréfaverð bankans hafði fallið skarpt síðustu vikur. Erlendir fjárfestar hafa ekki átt stærri samanlagðan hlut í bankanum frá skráningu hans sumarið 2021.

Sjá meira