Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Andrea Kimi Antonelli, sem tekur við af Lewis Hamilton hjá Mercedes, er kominn með bílpróf, sex vikum fyrir fyrstu keppni hans í Formúlu 1. 29.1.2025 13:02
Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson ku vera búinn að semja við Genoa og gengur í raðir liðsins í sumar. Hann klárar þó tímabilið með Venezia. 29.1.2025 10:34
Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enska knattspyrnusambandið hefur dregið til baka þriggja leikja bannið sem til stóð að Myles Lewis-Skelly f engi eftir rauða spjaldið sem hann hlaut í leiknum gegn Wolves um helgina. 28.1.2025 18:10
Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Eitt stærsta íþróttamót barna, Norðurálsmótið á Akranesi, heldur upp á fjörutíu ára afmæli sitt á þessu ári. Búist er við tæplega þrjú þúsund þátttakendum á mótinu. 28.1.2025 18:00
Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Bareinska karlalandsliðið í handbolta, sem Aron Kristjánsson stýrir, vann Alsír, 26-29, í lokaleik sínum á HM. Barein endaði í 29. sæti á mótinu. 28.1.2025 16:34
Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sá sorglegi atburður varð á menntaskólamóti í frjálsum íþróttum í Colorado, Bandaríkjunum, að áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig. 28.1.2025 15:48
Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram og einn sérfræðinga Besta sætisins um HM í handbolta, telur að Viktor Gísli Hallgrímsson sé einn af þremur bestu markvörðum í heimi. 28.1.2025 15:01
Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ FH-ingurinn Atli Guðnason, einn marka- og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, auglýsir eftir strákum á menntaskólaaldri á fótboltaæfingar. Um forvarnarverkefni er að ræða. 28.1.2025 14:31
Leikmaður Athletic Bilbao stöðvaði vopnaði innbrotsþjófa Alex Berenguer, leikmaður Athletic Bilbao, kom í veg fyrir að þrír grímuklæddir menn vopnaðir byssum brytust inn á heimili hans. 28.1.2025 13:33
Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Michael Oliver dæmir leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi þrátt fyrir að hafa fengið morðhótanir eftir að hafa rekið Myles Lewis-Skelly, leikmann Arsenal, af velli í leik gegn Wolves á laugardaginn. 28.1.2025 12:33