Símastulds- og byrlunarmál í saltpækli fyrir norðan Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp. 16.6.2023 15:40
Stígamót kæra tvö tilfelli ofbeldis til lögreglu Samtökin Stígamót vilja taka skýrt fram að hótanir, ógnanir, áreiti eða umsáturseinelti gegn starfsfólki Stígamóta verði ekki liðið og hafa tvö tilfelli af því tagi verið kærð til lögreglu. 16.6.2023 10:46
Segir svör Bjarna yfirgengilega ósvífin og ófullnægjandi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur nú sent frá sér svör við spurningum um hæfi til Umboðsmanns alþingis. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir ekki standa stein yfir steini í svörum Bjarna. 14.6.2023 15:21
Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn. 13.6.2023 12:02
Segir þunglyndi og offitu meiri á Íslandi en víðast hvar Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir telur ekki ólíklegt að Íslendingar séu sólgnari í sykur en aðrar þjóðir. 12.6.2023 11:46
Keypti eftirlíkingu á 27 milljónir og situr uppi með Svarta-Pétur Noah Siegel, bandarískur fjárfestir, pókerspilari og skákmaður, keypti taflborð í þeirri trú að um væri að ræða borð sem notað var í einvígi aldarinnar milli þeirra Bobby Fischers og Borisar Spasskí. Hins vegar kom á daginn að um var að ræða eftirlíkingu og Siegel keypti þannig köttinn í sekknum. 12.6.2023 09:02
Leyndarhjúpurinn um Lindarhvol að gefa sig Þolinmæði Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í málefnum Lindarhvols ehf., er á þrotum. Hann telur ótækt annað en að greinargerð hans komi fyrir sjónir almennings en hvernig liggur ekki fyrir. 9.6.2023 07:01
„Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“ Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar. 7.6.2023 14:03
Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. 7.6.2023 11:42
Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. 7.6.2023 10:19