Birgir telur rétt að HS Orka og Bláa lónið komi að kostnaði Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 11:59 Birgir var eini þingmaðurinn sem kom inn á þann möguleika, í umræðum um frumvarpið sem samþykkt var í gær, að HS Orka og Bláa lónið, sem bæði væru stöndug fyrirtæki, kæmu að kostnaði við varnargarða sem á að reisa til að vernda starfsemina. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins. Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins.
Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26