Blaðamaður

Jóhann Óli Eiðsson

Jóhann Óli skrifar fréttir í Fréttablaðið.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er flutningsmaður frumvarps um lækkun veiðigjalda. Fyrirtæki hans hagnast um háar fjárhæðir verði frumvarpið að lögum. Virði aflaheimilda hans er yfir hundrað milljónir króna.

Krefjandi verkefni bíða með minni frjósemi

Frjósemi kvenna hér á landi hefur aldrei mælst minni en í fyrra. Þó að fæddum börnum hafi fjölgað frá 2016 hefur frjósemi íslenskra kvenna dalað og eignast þær nú 1,71 barn yfir ævina.

Lögregla hleraði símtæki brotaþolans

Símtæki brotaþola í kynferðisbrotamáli var hlerað við rannsókn málsins hjá lögreglu. Ekki er vitað til þess að slíkt hafi verið gert áður. Hin hleruðu símtöl voru lykilsönnunargögn fyrir dómi en dómarar voru ekki sammála um hvort líta ætti til þeirra við úrlausn málsins.

Húsfélagið lét fjarlægja mynd af borgarstjóra

Andlit Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingar á húsi á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Íbúar í ósamþykktum stúdíóíbúðum í húsinu kvörtuðu. Kosningastjóri Samfylkingarinnar segir að þau hafi ekki vitað að fólk byggi í húsinu.

Stöðvuðu framkvæmdir vegna asbests

Vinnueftirlit ríkisins stöðvaði framkvæmdir við Grensásveg 12 þar sem asbest hafði verið fjarlægt af húsinu án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi.

Sjá meira