Blaðamaður

Jóhann Óli Eiðsson

Jóhann Óli skrifar fréttir í Fréttablaðið.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eignir í sænska höfuðstaðnum hríðfalla í verði

Á síðasta fjórðungi þessa árs hefur verð fasteigna í Stokkhólmi fallið um allt að níu prósent. Ýmsir óttast að verðið muni halda áfram að lækka á nýju ári. Reglubreytingar tæplega fallnar til að bæta stöðuna.

Sindri ekki borgunarmaður málskostnaðar

Héraðsdómur Reykjaness hefur lækkað upphæð fjárnáms sem gert var hjá Sindra Sveinssyni, fyrrverandi starfsmanni eiginfjárfestinga Landsbankans, úr rúmum 22 milljónum króna niður í tvær milljónir króna.

Bleika slaufan

Flest þekkjum við einhvern sem þjáist af órökréttri, og oft ofsafenginni, hræðslu eða kvíða í garð hinna undarlegustu hluta. Trúðar, köngulær, föstudagurinn þrettándi, hræðsla, blöðrur.

Fjórir dæmdir fyrir skjalafals

Tveir Erítreumenn, Sómali og Georgíumaður voru nýlega dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hver fyrir að framvísa fölsuðum eða röngum vegabréfum á leið sinni um Keflavík.

Tilfærslan olía á eld hinna öfgasinnaðri

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi einhliða sendiráðstilflutning Donalds Trump á neyðarfundi. Íslendingur á Vesturbakkanum segir íbúa ekki munu gefast upp.

Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða

Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann.

Sprenging orðið í ávísun kódeinlyfja

Allt að þrefalt fleiri skömmtum kódeinlyfja er ávísað til eldra fólks hér á landi en í nágrannaríkjum. Dæmi eru um að einstaklingar nýti sér slæleg vinnubrögð lækna til að verða sér úti um lyf.

Sjá meira