Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Einn valdam­esti fíkni­efna­barón heims hand­tekinn

Ismael „El Mayo“ Zambada, leiðtogi mexikóska Sinaloa eiturlyfjahringsins, hefur verið handtekinn í El Paso í Texas. Hann hefur verið ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum meðal annars fyrir að hafa framleitt og dreift fentanyl, öflugu eiturlyfi sem hefur valdið ópíóðakrísu í Bandaríkjunum.

Færa varð­turninn í nýjustu sund­laug Reykja­víkur

Nýr varðturn verður reistur í Dalslaug í Úlfarsárdal, nýjustu sundlaug Reykjavíkurborgar, sem opnaði í lok árs 2021. Staðsetning núverandi varðturns þykir óheppileg eftir að sundlaugarsvæðið var stækkað með byggingu rennibrauta. 

Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára

Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2024 var 5,5 milljarðar, samanborið við 7,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 9,9 milljarðar, samanborið við 13,4 milljarða fyrstu sex mánuði 2023. Bankastjóri segir margt gott í uppgjöri bankans þrátt fyrir að arðsemismarkmiði hafi ekki verið náð.

„Orð­laus af reiði“ yfir ó­boð­legu leik­skóla­hús­næði í Ár­múla

Foreldri barns í leikskólanum Brákarborg kveðst orðlaus af reiði og ekki vita hvað hún eigi að gera, en til stendur að færa starfsemi leikskólans tímabundið yfir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla, sem hún segir óboðlegt leikskólabörnum. Í gær barst foreldrum póstur um að framkvæmdir yrðu í húsnæði Brákarborgar í ótilgreindan tíma, og starfsemi skólans yrði færð yfir í Ármúlann á meðan.

Borðar ekkert nema kjöt, egg og smjör

Bergþór Másson, athafnamaður og skoðanabróðir, er að gera tilraun á sjálfum sér þessa dagana, en hann hefur ekkert borðað nema kjöt, egg og smjör í tvo mánuði. Hann segir að hingað til hafi gengið stórkostlega, alveg framar vonum, líkamlega, vitsmunalega og andlega. Hann stefnir að því að halda þessu áfram í 180 daga.

Bar­átta Seðla­bankans löngu töpuð

„Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna.

Reið­hjóla­maður féll af kletti við Jökuls­ár­gljúfur

Reiðhjólamaður slasaðist þegar hann féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur upp úr hádegi í dag. Hífa þurfti manninn upp úr gljúfrinu. Samferðamaður hans slasaðist þegar hann reyndi að aðstoða hann. Báðir voru fluttir til Akureyrar til frekari aðhlynningar.

Þórarinn selur ekki sinn hlut í Bú­sæld

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að selja sinn hlut í Búsæld ehf. Heilmikil umræða varð um eignarhald hans og konu hans í félaginu þegar Kaupfélag Skagfirðinga keypti meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska.

Sjá meira