Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. janúar 2025 19:02 Trump hefur fullvissað eigendur Tiktok um að nýju lögunum verði ekki framfylgt í dag, og að forsetatilskipun muni fresta gildistöku þeirra strax á morgun. AP Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41