Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Blöskrar 14 prósent verð­hækkun tryggingarfélags

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins heldur uppteknum hætti á nýju ári og skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum. Hann hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað.

Kyrrðar­stund í Ár­bæjar­kirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu

Árbæjarkirkja opnaði dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós fyrir drenginn sem lést af slysförum á Ítalíu í dag. Drengurinn var pólskur en bjó á Íslandi og var nemandi við Árbæjarskóla. Kyrrðar- og bænastund verður haldin í kirkjunni klukkan ellefu á sunnudaginn næstkomandi.

Verið að at­huga frekari þvingunar­að­gerðir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag.

Sjálf­stæðis­mönnum brugðið yfir mögu­legri frestun lands­fundar

Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi.

Rann á snjó­ruðnings­tæki og bíllinn óökuhæfur

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og rann á snjómoksturstönn á snjóruðningstæki á Skeiðarársandi á sjötta tímanum í gær. Engin slys urðu á fólki en talsverðar skemmdir urðu á bílnum sem var óökuhæfur.

Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála

Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála austan Kirkjubæjarklausturs um fjögurleytið í dag. Engin slys urðu á fólki en báðir bílar eru óökuhæfir. Loka þurfti veginum um á meðan bílarnir voru fjarlægðir en búið er að opna fyrir umferð að nýju.

Nokkrir látnir í al­var­legu rútu­slysi í Noregi

Alvarlegt rútuslys varð í Hadsel í  norðurhluta Noregs í dag. Talið er að um 60-70 manns hafi verið um borð, en vitað er um nokkur dauðsföll. Rútan rann af veginum og liggur að hluta til ofan í vatni.

Telja skemmdir í Blá­fjöllum minni­háttar

Minniháttar skemmdir urðu á skíðasvæði Bláfjalla í óveðrinu sem geysað hefur undanfarna daga. Verið er að meta skemmdir og vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið eftir helgi.

Súða­víkur­hlíð opin til 16

Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu.

Sjá meira