Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Úr­val ein­hleypra bænda á „Bænder“

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag, má finna heilsíðu þar sem finna má „hnarreist úrval af einhleypum bændum landsins.“ Þar hafa nokkrir bændur birt af sér myndir og auglýst eftir maka. Yfirskrift síðunnar er „Bænder,“ sem er skemmtilegur orðaleikur þar sem snúið er upp á nafn vinsæla stefnumótaforritsins Tinder.

Má ekki hleypa köttum inn í sam­eigin­legt þvotta­hús

Íbúi í fjölbýlishúsi má ekki hleypa köttum sínum í gegnum sameiginlegt þvottahús, og ekki geyma þar dekk og aðra persónulega muni. Þetta er álit kærunefndar húsamála, en erindi barst til þeirra frá nágranna íbúans.

Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott.

Biden hrósar Ís­lendingum og lit­laus bílafloti

Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Við fjöllum um fundinn í fréttatímanum.

Rússar reyndu að ráða for­stjóra Rheinmetall af dögum

Bandarísk yfirvöld komust að því í upphafi árs að rússnesk stjórnvöld hefðu áform um að drepa Armin Papperger, forstjóra þýska fyrirtækisins Rheinmetall. Fyrirtækið er einn stærsti vopnaframleiðandi Evrópu og hefur sent hergögn í gífurlegu magni til Úkraínu. Þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir tilræðið, eftir að hafa verið vöruð við af bandarísku leyniþjónustunni.

Gríðar­legur árangur af nýrri nálgun í grunn­skóla Vest­manna­eyja

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna.

Veru­leg röskun á um­ferð í mið­bænum næstu vikur

Framkvæmdir sem áætlaðar eru við Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur koma til með að hafa veruleg áhrif á umferðarflæði. Í næstu viku stendur til að hefja framkvæmdir við gönguþverun þar sem Reykjastræti þverar Geirsgötu.

Ætlar að hætta eftir uppistandstúrinn

Skemmtikrafturinn Ellen DeGeneres virðist tilbúinn til að kveðja sviðsljósið, en hún segir að uppistandið sem hún flytur nú víða um Bandaríkin verði hennar síðasta. Hún kveðst vera „búin“ í skemmtanabransanum og hún muni ekki koma fram á nýjan leik, þegar ferðalaginu er lokið.

Sjá meira