„Hér er um fullkomlega eðlileg viðskipti að ræða“ „Hér er um fullkomlega eðlileg viðskipti að ræða sem öðrum býðst og allt svoleiðis,“ sagði Halla Tómasdóttir er hún var aftur spurð út í bílakaup þeirra hjóna á dögunum. Hún segir málið dæmi um að stundum sé mikið rætt um eitthvað sem skiptir ekki meginmáli. Hjónin hafi lært af þessu mikilvæga lexíu. 1.8.2024 22:09
Hlý og góð tilfinning að mæta á Bessastaði Halla Tómasdóttir segir að tilfinningin að mæta á Bessastaði sem húsráðandi sé hlý og góð, en hún hafi auðvitað svolítil fiðrildi í maganum. Hún kveðst vilja verða forseti sem leiðir fólk saman til samtals og samstarfs, og reynir að virkja kraftinn í þjóðinni til að finna hvert við ætlum að stefna. 1.8.2024 21:50
Segir setningarathöfnina traðka á mannlegri reisn Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi við Frans páfa í dag um atriði á setningarhátíð Ólympíuleikanna, sem hann kallar „siðlaust sviðsverk“. Í atriðinu sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Da Vinci af síðustu kvöldmáltíð Krists. 1.8.2024 19:18
Frú forseti, klútaveisla og undrandi bændur Halla Tómasdóttir er orðin sjöundi forseti íslenska lýðveldisins. Í ræðu sinni í þingsal lagði Halla meðal annars áherslu á mannréttindi, samvinnu, frið, hlýju og jafnrétti. Hún sagði þjóðina smáa en knáa, sagði Íslendinga kjarkmikla þjóð, sem hefði visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi. 1.8.2024 18:12
Fólk keyri ekki fyrr en tólf tímum eftir síðasta sopa Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til þess að láta góðan tíma líða eftir að það hefur drukkið áður en það sest undir stýri. Yfirleitt sé talað um að lágmarki tólf tíma eftir síðasta sopa. 1.8.2024 18:02
„Þetta gekk ágætlega, takk fyrir mig“ Guðni Th. Jóhannesson segir einstakt að hafa fylgt þjóðinni síðustu átta ár, og segir embættistíð sína hafa gengið ágætlega. Hann segist ekki hafa ætlað að verða forseti, en stjörnurnar hafi raðast upp á tiltekinn hátt og hann hafi staðið frammi fyrir því að geta orðið þjóðhöfðingi. Guðni lætur af embætti forseta Íslands á morgun. 31.7.2024 16:09
Ástand vega á Íslandi mikið áhyggjuefni Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til opins fundar um vegakerfið og öryggi í húsnæði Colas í Hafnarfirðinum klukkan 19 í kvöld. Á fundinum verður rætt um umferðaröryggi og lagningu vega, en sagt er að ástand vega sé mikið áhyggjuefni. Fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðarslysum var 237 á síðasta ári. 31.7.2024 11:13
Íslenskt súkkulaðistykki ódýrara í Svíþjóð en á Íslandi Íslenska súkkulaðistykkið Draumur frá Freyju er ódýrara í Svíþjóð en í helstu verslunum á Íslandi. 31.7.2024 10:29
Hélt á lafandi fætinum í lófanum Líf Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur tók stakkaskiptum á svipstundu þegar hún datt niður af brúnni yfir Krossá í Þórsmörk. Hún brotnaði alvarlega á hægri fæti, þar sem bæði fótleggsbeinin, sköflungur og dálkur fóru í sundur, öll liðbönd slitnuðu, og skemmdir urðu á brjóski. Hún á langa leið að fullum bata, en hlakkar til endurhæfingarinnar, þótt hún lofi hvorki miklum húmor né hressleika á leiðinni. 31.7.2024 08:01
Óeirð á hjúkrunarheimilum vegna endalausra íþrótta á RÚV Starfsmaður hjúkrunarheimilis segir síðbúinn kvöldfréttatíma og endalausa íþróttadagskrá RÚV í sumar hafa valdið nokkrum usla á heimilinu. Deilt sé um það hvort horfa eigi á íþróttirnar eða eitthvað annað, og margir séu ósáttir við fréttaleysið. Dóttir eldri konu með eigið sjónvarp segir hana ekki treysta sér í slaginn við fjarstýringuna og hún sé því tilneydd til að glápa á íþróttir. 30.7.2024 17:08