Veðurspá slæm fyrir vikuna og bændur hvattir til að huga að búfénaði Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir næstu viku, en undir kvöld á mánudag má búast við norðan og norðvestan hvassviðri eða stormi víða um land. Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra eru bændur hvattir til að huga að bústofni sínum og koma honum í skjól. 1.6.2024 16:25
Slasaðist á buggy-bíl í Básum í Goðalandi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag að beiðni lögreglunnar til að sækja konu sem hafði slasast við akstur buggy-bifreiðar í Básum í Goðalandi. 1.6.2024 16:22
Bláa lónið opnar aftur á morgun Bláa Lónið tekur aftur til starfa á morgun eftir að hafa lokað þegar svæðið var rýmt við upphaf eldgossins sem hófst 29. maí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum. 1.6.2024 14:39
Margir góðir frambjóðendur í boði Kjósendum fannst miserfitt að ákveða hvert atkvæði þeirra ætti að fara. Sumir tóku lokaákvörðun í kjörklefanum en aðrir segja valið hafa verið alveg ákveðið og ákvörðunin ekki erfið. Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á stúfana í dag og tóku kjósendur tali. 1.6.2024 14:25
„Væta í minni sveit boðaði heldur betur grósku“ Halla Hrund Logadóttir segir að tilfinningin að mæta á kjörstað sé góð, dagurinn framundan sé spennandi en hún hvetur alla til að nýta sinn kosningarétt í dag. Hún hefur ekki áhyggjur af dvínandi fylgi sínu í skoðanakönnunum, en hún segir að væta hafi boðað grósku í hennar sveit og fer bjartsýn í daginn. 1.6.2024 12:11
Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. 1.6.2024 11:59
Fólk kasti atkvæði sínu á stríðsbálið Ástþóri Magnússyni Wium forsetaframbjóðanda líður vel að kjósa friðarframboð í dag, að eigin sögn. Hann segir það eina vitið í þeirri stöðu sem við erum komin í núna. Kjósi fólk annað séu þau að kasta atkvæði sínu á glæ, á stríðsbálið. Hann kaus í Hagaskóla í morgun. 1.6.2024 10:34
Stuðningur Katrínar við sóttvarnarlækni sjálfsagður Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd. 19.5.2024 17:06
Fyrsti takóstaðurinn sem fær Michelin-stjörnu Mexíkóski takóstaðurinn Tacos El Califa de León í San Rafael hverfinu í Mexíkóborg, hlaut nýverið Michelin-stjörnu, en staðurinn er sextándi veitingastaður landsins sem hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót. 19.5.2024 15:56
„Þetta voru flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi“ „Þetta voru flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi“ segir Erpur Eyvindarson um 25 ára afmælistónleika XXX Rottweilerhunda sem haldnir voru í Laugardalshöll á föstudaginn. Uppselt var á tónleikana sem fóru fram úr öllum væntingum, samkvæmt Erpi. 19.5.2024 15:55