Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11.5.2024 15:33
Vilja breyta fyrirkomulagi við úthlutun plássa Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um. 11.5.2024 12:44
Reykjavík lækkar gjaldskrár vegna þjónustu við barnafjölskyldur Gjaldskrár Reykjavíkurborgar vegna þjónustu við börn og barnafjölskyldur verða lækkaðar að jafnaði um tvö prósent frá og með fyrsta júní næstkomandi. Hækkanir frá síðustu áramótum verði dregnar til baka. Aðgerðin er liður í að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 8.5.2024 21:49
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8.5.2024 21:48
Margt bendi til þess að gosinu sé lokið Margt bendir nú til þess að eldgosinu við Sundhnúka sé lokið. Þetta kemur fram í pistli frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands á Facebook. Gosórói hafi fallið stöðugt frá því snemma í morgun. 8.5.2024 20:23
Eldur í iðnaðarhúsnæði á Höfða Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði að Funahöfða í Reykjavík fyrir skömmu. Mikill eldsmatur var í húsinu en vel hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins. 8.5.2024 18:50
Fjögurra bíla árekstur efst í Ártúnsbrekku Fjögurra bíla árekstur varð síðdegis í dag efst í Ártúnsbrekku á Miklubraut. Eitthvað tjón varð á bifreiðum, en draga þurfti tvær þeirra af vettvangi. Lítil sem engin slys urðu á fólki. 8.5.2024 17:45
Öllum aðgerðum aflýst og flugfarþegar geta andað léttar Samningar voru undirritaðir milli SA fyrir hönd ISAVIA ohf. og samninganefnda starfsmanna Sameykis og FFR rétt í þessu og verkföllum sem boðuð höfðu verið á Keflavíkurflugvelli aflýst. 7.5.2024 22:00
Guðni forseti á samstöðutónleikum í Háskólabíó Guðni Th. Jóhannesson forseti er staddur á samstöðutónleikunum sem haldnir eru í Háskólabíó til stuðnings Palestínu. 7.5.2024 21:22
Bein útsending frá samstöðutónleikum í Háskólabíó í opinni dagskrá Í kvöld fara fram samstöðutónleikar fyrir Palestínu í Háskólabíó, á sama tíma og Hera Björk stígur á svið í Malmö. Skipuleggjendur tónleikanna segja mikilvægt að sýna samstöðu. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2. 7.5.2024 20:44